Tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál

Málsnúmer 2012020024

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1139. fundur - 08.02.2012

Guðlaug Kristinsdóttir B-lista vék af fundi kl. 17:00.
Erindi dags. 2. febrúar 2012 frá nefndasviði Alþingis þar sem óskað er umsagnar um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, 440. mál. Þess er óskað að umsögn berist eigi síðar en 15. febrúar nk.

Málinu er frestað.

Félagsmálaráð - 1147. fundur - 15.08.2012

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Soffía Lárusdóttur framkvæmdastjóri búsetudeildar lögðu fram til kynningar tillögu velferðarráðherra um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014 sem Alþingi samþykkti þann 11. júní sl.

Félagsmálaráð - 1190. fundur - 03.09.2014

Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks til ársins 2014, þingskjal 1496 - 440. mál, lögð fram til umræðu og kynningar. Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá velferðarráðuneytinu dags 20. ágúst 2014 þar sem fram kemur að félags- og húsnæðisráðherra hefur ákveðið að framlengja áætlunina til ársins 2016.
Framkvæmdastjórar búsetudeildar og fjölskyldudeildar kynntu þau verkefni í framkvæmdaáætluninni sem eru á ábyrgðarsviði sveitarfélaga/þjónustusvæða og stöðu þeirra.

Nokkur umræða fór fram og vísar félagsmálaráð frekari vinnu til framkvæmdastjóranna og að lokinni þeirri vinnu komi málið aftur á dagskrá félagsmálaráðs.

Jóhann Gunnar Sigmarsson L-lista vék af fundi kl. 16:00.

Velferðarráð - 1213. fundur - 02.09.2015

Lögð fram til kynningar umsókn Fasteigna Akureyrarbæjar, búsetudeildar og framkvæmdadeildar um styrk frá velferðarráðuneytinu til framkvæmdar úttektar á aðgengismálum á Akureyri samanber lið A1 í aðgerðaráætlun. Sótt var um styrk til úttektar á umferðamannvirkjum með áherslu á aðgengi fatlaðs fólks að og frá stoppistöðvum Strætisvagna Akureyrar að helstu opinberu byggingum á Akureyri.

Velferðarráð - 1219. fundur - 18.11.2015

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri lögðu fram bréf dagsett 3. nóvember 2015 frá velferðarráðuneytinu með boð um að sækja um styrk til að koma í framkvæmd verkefni H.1 skv. framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks um að koma á notendaráði sem sé ráðgefandi varðandi stefnumótun í málefnum fatlaðs fólks á svæðinu. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð felur Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar og Soffíu Lárusdóttur framkvæmdastjóra búsetudeildar að sækja um styrkinn.

Velferðarráð - 1223. fundur - 03.02.2016

Kynnt niðurstaða vegna umsóknar um styrk frá velferðarráðuneytinu vegna notendaráðs í málaflokki fatlaðra. Fyrstu skref rædd.
Velferðarráð lýsir yfir ánægju sinni með styrkveitingu frá velferðarráðuneytinu að upphæð kr. 1.100.000 til að stofna notendaráð í málaflokki fatlaðs fólks. Ráðið felur starfsfólki að vinna áfram að málinu.

Velferðarráð - 1224. fundur - 17.02.2016

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lögðu fram greinargerð búsetu- og fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar hvað varðar mótun nýrrar framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.

Velferðarráð - 1235. fundur - 07.09.2016

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri hjá fjölskyldudeild lögðu fram til kynningar framvindu verkefna skv. þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks 2012-2014 teknar saman að beiðni Velferðarráðuneytisins.