Öldrunarheimili Akureyrar - áætlun um þróun þjónusturýma

Málsnúmer 2012010094

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1137. fundur - 11.01.2012

Samkvæmt starfsáætlun 2011-2014 skal skipa starfshóp sem gerir áætlun um þróun þjónusturýma á ÖA, þ.e. áætlaðan fjölda hjúkrunar-, dvalar-, skammtíma- og dagvistarrýma og staðsetningu þeirra, sem og áætlun um nýbyggingar í stað úreltra rýma á ÖA. Starfshópur skal skila tillögum til félagsmálaráðs fyrir 1. júní 2012.

Félagsmálaráð skipar Indu Björk Gunnarsdóttur og Oktavíu Jóhannesdóttur sem fulltrúa sína í starfshóp til þess að gera áætlun um þróun þjónusturýma hjá ÖA.

Velferðarráð - 1253. fundur - 24.05.2017

Kynnt var beiðni ÖA til velferðarráðuneytisins um fjölgun B-rýma í dagþjálfun frá nk. hausti. Tilefnið er að svara betur þörfum notenda.

Framkvæmdastjóri ÖA, Halldór S Guðmundsson og Lúðvík Freyr Sæmundsson rekstrarstjóri ÖA kynntu og sátu fundinn undir þessum lið.