Kaup eigna af Fasteignasjóði jöfnunarsjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 2011120034

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 201. fundur - 09.12.2011

Rætt um möguleg kaup á nokkrum eignum.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri Búsetudeildar Akureyrarbæjar sat fundinn undir þessum lið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar felur framkvæmdastjóra að vinna áfram að málinu og kynna það fyrir bæjarráði.

Bæjarráð - 3301. fundur - 15.12.2011

Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar og Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu möguleg kaup Akureyrarbæjar á nokkrum eignum af Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Bæjarráð samþykkir í samræmi við framlögð gögn að kaupa eignir að Dvergagili 3, Snægili 1, Hafnarstræti 16 og Geislatúni 1 og að ganga til samninga varðandi Skógarlund 1.

Kaupverðið verður fjármagnað með fasteignaláni frá Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 202. fundur - 20.01.2012

Lögð fram til kynningar bókun bæjarráðs frá 15. desember 2011 um kaup 4 fasteigna af Jöfnunarsjóðnum, Dvergagil 3, Geislatún 1, Hafnarstræti 16 og Snægil 1.