Áheyrnarfulltrúar skv. nýjum sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 2011120022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3300. fundur - 08.12.2011

Kynning á ákvæðum í nýjum sveitarstjórnarlögum um áheyrnarfulltrúa í nefndum skv. 50. og 51. gr. laganna
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar Ingu Þöll fyrir kynninguna.

Bæjarráð felur formanni bæjarráðs, bæjarstjóra og bæjarlögmanni að vinna drög að erindisbréfi fyrir áheyrnarfulltrúa og leggja fyrir bæjarráð.

Stjórn Akureyrarstofu - 111. fundur - 14.12.2011

Formaður fór yfir hugmyndir um skipun áheyrnarfulltrúa í stjórn Akureyrarstofu skv. nýjum sveitarstjórnarlögum en samkvæmt þeim mun öllum flokkum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn bjóðast að skipa áheyrnarfulltrúa í nefndir og ráð þar sem þeir eiga ekki fasta fulltrúa.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að öllum flokkum verður gert kleift að koma að umræðum um verkefni stjórnarinnar.

Bæjarráð - 3303. fundur - 12.01.2012

Ákvæði í nýjum sveitarstjórnarlögum um áheyrnarfulltrúa í nefndum skv. 50. og 51. gr. laganna.
Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 8. desember 2011.

Bæjarráð samþykkir að greiða áheyrnarfulltrúum í öllum fastanefndum í samræmi við reglur um laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna hjá Akureyrarbæ.