Iðnaðarsafnið - styrkbeiðni

Málsnúmer 2011110149

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3300. fundur - 08.12.2011

Lagt fram erindi dags. 22. nóvember 2011 frá Þorsteini E. Arnórssyni fyrir hönd stjórnar Iðnaðarsafnsins þar sem óskað er eftir styrk frá Akureyrarbæ til að gera upp laun safnstjóra.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu, en felur bæjarstjóra og formanni stjórnar Akureyrarstofu að ræða við bréfritara um framtíðaráform stjórnar safnsins.