Breytingar á nefndum og deildum

Málsnúmer 2011060015

Vakta málsnúmer

Stjórnsýslunefnd - 4. fundur - 22.06.2011

Veturinn 2009-2010 starfaði vinnuhópur embættismanna sem gerði tillögur um fækkun og stækkun nefnda. Stjórnsýslunefnd hefur sett á starfsáætlun sína að endurskoða verksvið, fjölda og stærð fastanefnda sveitarfélagsins.

Stjórnsýslunefnd óskar eftir að meirihluti bæjarstjórnar taki afstöðu til framkominna tillagna embættismannahópsins og leggi fram tillögur sínar um málið.

Stjórnsýslunefnd - 6. fundur - 02.11.2011

Á fundi stjórnsýslunefndar 22. júní 2011 var meirihluta L-listans falið að leggja fram tillögur um breytingar á nefndum og deildum á grundvelli tillagna embættismanna frá árinu 2010.
Formaður og bæjarstjóri skýrðu frá þeim umræðum sem farið hafa fram á vegum L-listans.

Unnið verður áfram að málinu.

Stjórnsýslunefnd - 7. fundur - 16.12.2011

Þann 22. júní 2011 óskaði stjórnsýslunefnd eftir að meirihluti bæjarstjórnar tæki afstöðu til tillagna frá hópi embættismanna um breytingar á fastanefndum bæjarins og legði fram tillögur sínar um breytingar á stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Meirihluti L-listans hefur nú gert þá tillögu að íþróttamál verði færð undir samfélags- og mannréttindadeild og að starfi framkvæmdastjóra íþróttadeildar verði breytt í starf forstöðumanns íþróttamála.
Bæjarstjóri og formaður stjórnsýslunefndar gerðu grein fyrir tillögunni sem hefur hlotið stuðning í íþróttaráði og samfélags- og mannréttindaráði.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fulltrúi V-lista í stjórnsýslunefnd leggur til að samhliða breytingum á starfi íþróttafulltrúa verði ráðinn að nýju jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar.
Akureyri hefur löngum verið í fararbroddi hvað jafnréttismál varðar en þróun í samfélaginu gefur vísbendingar um stöðnun og jafnvel bakslag í jafnrétti kynjanna. Af því má sjá að nauðsynlegt er að efla áherslu á jafnréttisstarf í bæjarfélaginu. Það er ljóst að breytingar á fyrirkomulagi starfs íþróttafulltrúa Akureyrarbæjar og færsla þessa stóra málaflokks yfir til samfélags- og mannréttindadeildar hefur í för með sér verulega aukin verkefni fyrir framkvæmdastjóra deildarinnar. Þessi sami framkvæmdastjóri hefur jafnframt sinnt hlutverki jafnréttisráðgjafa og einsýnt er að með fyrrnefndum breytingum verður veruleg skerðing á þeim tíma sem framkvæmdastjóri deildarinnar hefur til að sinna hlutverki sínu sem jafnréttisfulltrúi. Með því að ráða jafnréttisfulltrúa sýna bæjaryfirvöld í verki vilja sinn til þess að vinna af einurð að jafnrétti kynjanna á þeim stóra vinnustað sem Akureyrarbær er, sem og í bæjarfélaginu öllu.

Stjórnsýslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti flutning íþróttamála til samfélags- og mannréttindadeildar og vísar þessari breytingu á skipuriti sveitarfélagsins til bæjarstjórnar.

Stjórnsýslunefnd vísar tillögu Andreu til umsagnar samfélags- og mannréttindaráðs.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.  

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri vék af fundi kl. 08:50.
Geir Kr. Aðalsteinsson L-lista vék af fundi kl. 08:55.

Bæjarstjórn - 3314. fundur - 20.12.2011

1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 16. desember 2011:
Þann 22. júní 2011 óskaði stjórnsýslunefnd eftir að meirihluti bæjarstjórnar tæki afstöðu til tillagna frá hópi embættismanna um breytingar á fastanefndum bæjarins og legði fram tillögur sínar um breytingar á stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Meirihluti L-listans hefur nú gert þá tillögu að íþróttamál verði færð undir samfélags- og mannréttindadeild og að starfi framkvæmdastjóra íþróttadeildar verði breytt í starf forstöðumanns íþróttamála.
Bæjarstjóri og formaður stjórnsýslunefndar gerðu grein fyrir tillögunni sem hefur hlotið stuðning í íþróttaráði og samfélags- og mannréttindaráði.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fulltrúi V-lista í stjórnsýslunefnd leggur til að samhliða breytingum á starfi íþróttafulltrúa verði ráðinn að nýju jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar.
Akureyri hefur löngum verið í fararbroddi hvað jafnréttismál varðar en þróun í samfélaginu gefur vísbendingar um stöðnun og jafnvel bakslag í jafnrétti kynjanna. Af því má sjá að nauðsynlegt er að efla áherslu á jafnréttisstarf í bæjarfélaginu. Það er ljóst að breytingar á fyrirkomulagi starfs íþróttafulltrúa Akureyrarbæjar og færsla þessa stóra málaflokks yfir til samfélags- og mannréttindadeildar hefur í för með sér verulega aukin verkefni fyrir framkvæmdastjóra deildarinnar. Þessi sami framkvæmdastjóri hefur jafnframt sinnt hlutverki jafnréttisráðgjafa og einsýnt er að með fyrrnefndum breytingum verður veruleg skerðing á þeim tíma sem framkvæmdastjóri deildarinnar hefur til að sinna hlutverki sínu sem jafnréttisfulltrúi. Með því að ráða jafnréttisfulltrúa sýna bæjaryfirvöld í verki vilja sinn til þess að vinna af einurð að jafnrétti kynjanna á þeim stóra vinnustað sem Akureyrarbær er, sem og í bæjarfélaginu öllu.

Stjórnsýslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti flutning íþróttamála til samfélags- og mannréttindadeildar og vísar þessari breytingu á skipuriti sveitarfélagsins til bæjarstjórnar.
Stjórnsýslunefnd vísar tillögu Andreu til umsagnar samfélags- og mannréttindaráðs.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram frávísunartillögu og var hún felld með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um flutning íþróttamála til samfélags- og mannréttindadeildar, starfslýsingu forstöðumanns íþróttamála með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og breytingu á skipuriti sveitarfélagsins með 8 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista. 

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Samfélags- og mannréttindaráð - 99. fundur - 04.01.2012

1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 16. desember 2011:
Þann 22. júní 2011 óskaði stjórnsýslunefnd eftir að meirihluti bæjarstjórnar tæki afstöðu til tillagna frá hópi embættismanna um breytingar á fastanefndum bæjarins og legði fram tillögur sínar um breytingar á stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Meirihluti L-listans hefur nú gert þá tillögu að íþróttamál verði færð undir samfélags- og mannréttindadeild og að starfi framkvæmdastjóra íþróttadeildar verði breytt í starf forstöðumanns íþróttamála.
Bæjarstjóri og formaður stjórnsýslunefndar gerðu grein fyrir tillögunni sem hefur hlotið stuðning í íþróttaráði og samfélags- og mannréttindaráði.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fulltrúi V-lista í stjórnsýslunefnd leggur til að samhliða breytingum á starfi íþróttafulltrúa verði ráðinn að nýju jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar.
Akureyri hefur löngum verið í fararbroddi hvað jafnréttismál varðar en þróun í samfélaginu gefur vísbendingar um stöðnun og jafnvel bakslag í jafnrétti kynjanna. Af því má sjá að nauðsynlegt er að efla áherslu á jafnréttisstarf í bæjarfélaginu. Það er ljóst að breytingar á fyrirkomulagi starfs íþróttafulltrúa Akureyrarbæjar og færsla þessa stóra málaflokks yfir til samfélags- og mannréttindadeildar hefur í för með sér verulega aukin verkefni fyrir framkvæmdastjóra deildarinnar. Þessi sami framkvæmdastjóri hefur jafnframt sinnt hlutverki jafnréttisráðgjafa og einsýnt er að með fyrrnefndum breytingum verður veruleg skerðing á þeim tíma sem framkvæmdastjóri deildarinnar hefur til að sinna hlutverki sínu sem jafnréttisfulltrúi. Með því að ráða jafnréttisfulltrúa sýna bæjaryfirvöld í verki vilja sinn til þess að vinna af einurð að jafnrétti kynjanna á þeim stóra vinnustað sem Akureyrarbær er, sem og í bæjarfélaginu öllu.

Stjórnsýslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti flutning íþróttamála til samfélags- og mannréttindadeildar og vísar þessari breytingu á skipuriti sveitarfélagsins til bæjarstjórnar.
Stjórnsýslunefnd vísar tillögu Andreu til umsagnar samfélags- og mannréttindaráðs.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að kannað verði hvort mögulegt sé að ráða verkefnastjóra í sex mánuði til að vera nefndum og deildum bæjarins innan handar við kynjasamþættingu og afnám staðalímynda. Vilji ráðsins er að Akureyrarbær verði áfram í forystu í jafnréttismálum.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:30.

Samfélags- og mannréttindaráð - 110. fundur - 01.08.2012

Tekin fyrir fyrirspurn í samræmi við 11. lið í fundargerð bæjarráðs 28. júní sl.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista óskar bókað:
Á fundi sínum þann 4. janúar 2012 bókaði samfélags- og mannréttindaráð eftirfarandi : "Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að kannað verði hvort mögulegt sé að ráða verkefnastjóra í sex mánuði til að vera nefndum og deildum bæjarins innan handar við kynjasamþættingu og afnám staðalímynda. Vilji ráðsins er að Akureyrarbær verði áfram í forystu í jafnréttismálum".
Ég óska eftir upplýsingum um niðurstöðu málsins.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni til samfélags- og mannréttindaráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð stefnir að því að ráða í haust í tímabundið hlutastarf verkefnastjóra sem hefði umsjón með vinnu um afnám staðalímynda. Verkefninu er ætlað að tengja saman jafnréttisstefnu og forvarnastefnu með áherslu á fræðslu fyrir ungt fólk.

Stjórnsýslunefnd - 1. fundur - 05.09.2012

Formaður stjórnsýslunefndar lagði fram tillögu um að nefndin verði lögð niður og verkefni hennar falin bæjarráði.

Stjórnsýslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 3326. fundur - 18.09.2012

2. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 5. september 2012:
Formaður stjórnsýslunefndar lagði fram tillögu um að nefndin verði lögð niður og verkefni hennar falin bæjarráði.
Stjórnsýslunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu stjórnsýslunefndar með 11 samhljóða atkvæðum.