Bæjarstjórn

3314. fundur 20. desember 2011 kl. 16:20 - 18:20 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
  • Hlín Bolladóttir
  • Ólafur Jónsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Logi Már Einarsson
  • Sigurður Guðmundsson
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Heiða Karlsdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá
Í upphafi fundar minntist forseti tveggja fyrrverandi sveitarstjórnarmanna.

Soffía Guðmundsdóttir tónlistarkennari og fyrrverandi bæjarfulltrúi lést fimmtudaginn 8. desember sl. 84 ára að aldri. Hún fæddist í Reykjavík hinn 25. janúar 1927.
Soffía lauk stúdentsprófi frá MR árið 1946, stundaði nám v

1.Bæjarstjórn Akureyrar - breytingar í nefndum

Málsnúmer 2010060027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga V-lista um breytingu á skipan fulltrúa framboðsins í skipulagsnefnd svohljóðandi:
Sóley Björk Stefánsdóttir tekur sæti aðalmanns í stað Auðar Jónasdóttur.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Miðbær suðurhluti - deiliskipulag Drottningarbrautarreits

Málsnúmer SN100014Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. desember 2011:
Vinnuhópur um deiliskipulag Drottningarbrautarreits lagði fram tillögu að deiliskipulagi dags. 16. desember 2011 og unna af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu arkitekta. Einnig fylgir greinargerð dags. 16. desember 2011 og hljóðskýrsla dags. 16. desember 2011 frá Mannviti ehf.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingaruppdrætti af samþykktu deiliskipulagi miðbæjarins og hljóðskýrslu verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Haraldur S. Helgason L-lista óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn tillögunni þar sem hann telur að leyfileg hæð húsa á lóðum A2 - A12 sé of mikil. Að öðru leyti er hann sammála tillögunni.

Ólafur Jónsson D-lista gerði athugasemdir við að ekki væri nýtt heimild í aðalskipulagi um 3ja hæða hús á lóðum A2 - A12 og lagði fram tillögu um að málinu yrði frestað og því vísað aftur til skipulagsnefndar.

Tillaga Ólafs Jónssonar var borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista og Loga Más Einarssonar S-lista.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum. Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

3.Fjaran og Innbærinn - endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2009090082Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. desember 2011:
Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að skipulagslýsingu dags. 14. desember 2011 unna af Kollgátu ehf.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um lýsinguna.

Logi Már Einarsson S-lista vék af fundi bæjarstjórnar við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

4.Hafnarsvæði í Krossanesi - breyting á deiliskipulagi, Krossanes 4

Málsnúmer 2011090003Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. desember 2011:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis í Krossanesi var auglýst frá 2. nóvember til 15. desember 2011.
Bæjarstjórn samþykkti 17. febrúar 2009 deiliskipulagið Krossaneshagi C áfangi en það nær að hluta til inn á skipulagssvæði Krossaneshagi B áfangi. Breytingaruppdráttur var ekki gerður þá og er sú breyting innfærð hér með á meðfylgjandi breytingaruppdrætti dags. 16. desember 2011.
Umsögn barst frá Skipulagsstofnun dags. 21. nóvember 2011 sem gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við umhverfismat deiliskipulagsbreytingarinnar. Hinsvegar minnir Skipulagsstofnun á að gæta þarf þess að í skilmálum deiliskipulagsbreytingarinnar séu sett ákvæði sem tryggja niðurstöðu umhverfisskýrslunnar s.s. vegna byggingar sýrujöfnunartanks, staðsetningu nýrrar fráveitulagnar og geymslu meira magns af fosfórsýru.
Ein athugasemd barst frá Hafnasamlagi Norðurlands bs. dags. 13. desember 2011 sem gerir athugasemd við deiliskipulagstillöguna í fjórum liðum:
a) Óskað er eftir að kvöð um gönguleið við grjótgarð verði felld niður.
b) Óskað er eftir að kvöð um girðingu innan lóðar verði felld niður.
c) Óskað er eftir að texta í greinargerð um grjótgarð verði lítillega breytt.
d) Óskað er eftir að texta í umhverfisskýrslu verði breytt í samræmi við ofangreint og að leiðréttingar verði gerðar á texta í skýrslunni á skilgreiningu á svæðinu í hafnarsvæði í stað iðnaðarsvæðis.
Tekið er tillit til ábendinga Skipulagsstofnunar og gerðar viðeigandi breytingar á deiliskipulagsgögnum.
Tekið er tillit til athugasemda Hafnasamlags Norðurlands bs. nema liðs b) og gerðar viðeigandi breytingar á deiliskipulagsgögnum.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward Hákon Huijbens V-lista óskar bókað að hann telur að kvöð um gönguleið eftir varnargarðinum eigi að vera inni í deiliskipulaginu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Breytingar á nefndum og deildum

Málsnúmer 2011060015Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð stjórnsýslunefndar dags. 16. desember 2011:
Þann 22. júní 2011 óskaði stjórnsýslunefnd eftir að meirihluti bæjarstjórnar tæki afstöðu til tillagna frá hópi embættismanna um breytingar á fastanefndum bæjarins og legði fram tillögur sínar um breytingar á stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Meirihluti L-listans hefur nú gert þá tillögu að íþróttamál verði færð undir samfélags- og mannréttindadeild og að starfi framkvæmdastjóra íþróttadeildar verði breytt í starf forstöðumanns íþróttamála.
Bæjarstjóri og formaður stjórnsýslunefndar gerðu grein fyrir tillögunni sem hefur hlotið stuðning í íþróttaráði og samfélags- og mannréttindaráði.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir fulltrúi V-lista í stjórnsýslunefnd leggur til að samhliða breytingum á starfi íþróttafulltrúa verði ráðinn að nýju jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar.
Akureyri hefur löngum verið í fararbroddi hvað jafnréttismál varðar en þróun í samfélaginu gefur vísbendingar um stöðnun og jafnvel bakslag í jafnrétti kynjanna. Af því má sjá að nauðsynlegt er að efla áherslu á jafnréttisstarf í bæjarfélaginu. Það er ljóst að breytingar á fyrirkomulagi starfs íþróttafulltrúa Akureyrarbæjar og færsla þessa stóra málaflokks yfir til samfélags- og mannréttindadeildar hefur í för með sér verulega aukin verkefni fyrir framkvæmdastjóra deildarinnar. Þessi sami framkvæmdastjóri hefur jafnframt sinnt hlutverki jafnréttisráðgjafa og einsýnt er að með fyrrnefndum breytingum verður veruleg skerðing á þeim tíma sem framkvæmdastjóri deildarinnar hefur til að sinna hlutverki sínu sem jafnréttisfulltrúi. Með því að ráða jafnréttisfulltrúa sýna bæjaryfirvöld í verki vilja sinn til þess að vinna af einurð að jafnrétti kynjanna á þeim stóra vinnustað sem Akureyrarbær er, sem og í bæjarfélaginu öllu.

Stjórnsýslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti flutning íþróttamála til samfélags- og mannréttindadeildar og vísar þessari breytingu á skipuriti sveitarfélagsins til bæjarstjórnar.
Stjórnsýslunefnd vísar tillögu Andreu til umsagnar samfélags- og mannréttindaráðs.
Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram frávísunartillögu og var hún felld með 10 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu um flutning íþróttamála til samfélags- og mannréttindadeildar, starfslýsingu forstöðumanns íþróttamála með þeim breytingum sem fram komu á fundinum og breytingu á skipuriti sveitarfélagsins með 8 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista. 

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

6.Samþykkt um búfjárhald - seinni umræða

Málsnúmer 2010080055Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 9. desember 2011:
Tekin fyrir að nýju Samþykkt um búfjárhald sem vísað var aftur til framkvæmdaráðs á fundi bæjarstjórnar þann 22. nóvember sl. til frekari umræðu, en málinu var frestað á síðasta fundi framkvæmdaráðs 25. nóvember sl.
Einnig teknar fyrir athugasemdir Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur bæjarfulltrúa V-lista dags 24. nóvember 2011, en hún gerði að tillögu sinni að í Samþykkt um búfjárhald í Akureyrarkaupstað verði fellt út úr 2. grein samþykktarinnar setningin: Sækja þarf um byggingarleyfi kofa vegna hænsna í görðum til skipulagsdeildar.
Framkvæmdaráð samþykkir Samþykkt um búfjárhald með áorðnum breytingum og vísar henni til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Fram kom tillaga frá Oddi Helga Halldórssyni L-lista um að vísa samþykktinni með framkomnum breytingum aftur til framkvæmdaráðs og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri óskaði bæjarfulltrúum og bæjarbúum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Að lokum tók forseti til máls og óskaði bæjarfulltrúum, starfsmönnum bæjarins, fjölskyldum þeirra og Akureyringum öllum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Fyrir hönd bæjarfulltrúa þakkaði Ólafur Jónsson góðar óskir og óskaði forseta og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og góðs nýs árs.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 8. og 15. desember 2011
Stjórnsýslunefnd 16. desember 2011
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 7. og 14. desember 2011
Framkvæmdaráð 9. desember 2011
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 2. og 9. desember 2011
Skólanefnd 5. desember 2011

Fundi slitið - kl. 18:20.