Stjórnsýslunefnd

6. fundur 02. nóvember 2011 kl. 08:00 - 10:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Gunnar Frímannsson fundarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun stoðþjónustudeilda fyrir árið 2012

Málsnúmer 2011100098Vakta málsnúmer

Á fund stjórnsýslunefndar komu eftirtaldir framkvæmdastjórar stoðþjónustudeildanna, Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri og gerðu grein fyrir fjárhagsáætlunum fyrir stoðþjónustudeildirnar.

Stjórnsýslunefnd þakkar framkvæmdastjórunum fyrir greinargerðina og vísar fjárhagsáætlun fyrir stoðþjónustudeildirnar til bæjarráðs.

2.Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra - heiti nefndar, skipan og starfsskyldur

Málsnúmer 2011060100Vakta málsnúmer

Erindi frá samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra dags. 23. júní 2011 þar sem farið er fram á að stjórnsýslunefnd skilgreini heiti nefndarinnar, skipan í nefndina og starfsskyldur hennar.
Fyrir fundinum lágu drög að erindisbréfi.
Bergur Þorri Benjamínsson formaður nefndarinnar kom á fundinn til viðræðna um erindisbréf fyrir nefndina.

Stjórnsýslunefnd vinnur áfram að málinu.

3.Kosningar um afmörkuð mál

Málsnúmer 2005060044Vakta málsnúmer

Tekin fyrir að nýju tillaga til bæjarstjórnar um reglur um kosningar um afmörkuð mál. Afgreiðslu tillögunnar var frestað 9. febrúar 2011.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður kom á fundinn og kynnti ný drög að reglum sem byggjast á nýju sveitarstjórnarlögunum.

Stjórnsýslunefnd vinnur áfram að málinu.

Ólafur Jónsson vék af fundi kl. 09:30.

4.Breytingar á nefndum og deildum

Málsnúmer 2011060015Vakta málsnúmer

Á fundi stjórnsýslunefndar 22. júní 2011 var meirihluta L-listans falið að leggja fram tillögur um breytingar á nefndum og deildum á grundvelli tillagna embættismanna frá árinu 2010.
Formaður og bæjarstjóri skýrðu frá þeim umræðum sem farið hafa fram á vegum L-listans.

Unnið verður áfram að málinu.

5.Hverfisnefndir og hverfisráð - fundargerðir

Málsnúmer 2007020100Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar eftirtaldar fundargerðir:
Fundargerðir hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis dags. 7. júní, 23. ágúst og 11. október 2011.
Fundargerðir hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dags. 22. september aðalfundur, dags. 26. september, 3., 18. og 25. október 2011.
Fundargerðir hverfisnefndar Naustahverfis dags. 4. maí, 7. júní, 5. og 20. september 2011.
Fundargerðir hverfisráðs Grímseyjar dags. 12. apríl, 11. og 12. maí 2011.
Fundargerðir hverfisráðs Hríseyjar dags. 19. maí, 29. júní og 12. október 2011.

Fundi slitið - kl. 10:00.