Duggufjara 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir steyptri verönd og veggjum

Málsnúmer 2011050153

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 350. fundur - 01.06.2011

Erindi dagsett 27. maí 2011 þar sem Gunnlaugur Kristinsson og Björk Þorsteinsdóttir óska eftir byggingarleyfi til að byggja steypta verönd og skjólveggi við hús sitt að Duggufjöru 12. Meðfylgjandi er afstöðumynd eftir Ingvar Ívarsson.

Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 363. fundur - 07.09.2011

Erindi dagsett 2. september 2011 þar sem Gunnlaugur Kristjánsson og Björk Þorsteinsdóttir í framhaldi af umsókn um byggingarleyfi fyrir skjólveggi, sækja um byggingarleyfi fyrir gufubaðhúsi sunnan við hús sitt að Duggufjöru 12.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem ekki er heimild fyrir byggingunni í gildandi deiliskipulagi. Skipulagsstjóri bendir á að nú stendur yfir endurskoðun á deiliskipulagi Innbæjarins og Fjörunnar. Umsækjandi getur sótt um deiliskipulagsbreytingu til skipulagsnefndar vegna byggingarinnar.

Skipulagsnefnd - 122. fundur - 28.09.2011

Erindi dagsett 13. september 2011 þar sem Gunnlaugur Kristinsson og Björk Þorsteinsdóttir-sækja um stækkun á byggingareit við hús sitt að Duggufjöru 12 vegna fyrirhugaðar byggingar gufubaðs og sturtu.
Skipulagsnefnd vísar erindinu í vinnslu deiliskipulags svæðisins sem nú stendur yfir.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 383. fundur - 01.02.2012

Erindi dagsett 30. janúar 2012 þar sem Gunnlaugur Kristinsson og Björk Þorsteinsdóttir óska eftir leyfi til að gera gufubaðhús með sturtu og lagnarými á lóð sinni að Duggufjöru 12. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu þar til deiliskipulagsbreyting hefur tekið gildi.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 421. fundur - 14.11.2012

Erindi dagsett 30. janúar 2012 þar sem Gunnlaugur Kristinsson og Björk Þorsteinsdóttir óska eftir leyfi til að gera gufubaðhús með sturtu og lagnarými á lóð sinni að Duggufjöru 12. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.