Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

363. fundur 07. september 2011 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Ólafur Jakobsson
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson
Dagskrá

1.Austurvegur 45 - Hrísey - Umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN100178Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. ágúst 2011 þar sem Haraldur Hrafnsson sækir um að vera byggingarstjóri við viðbyggingu við húsið að Austurvegi 45 í Hrísey.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Dalsbraut 1 / 02 0102 og 02 0103 - umsókn um leyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2011080106Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. ágúst 2011 þar sem Anna M. Hauksdóttir f.h. Brynjars Helga Ásgeirssonar og James William Goulden sækir um breytingar að Dalsbraut 1 hluta 02 0102 og 02 0103 úr verslunarhúsnæði í Crossfit æfingarstöð. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Önnu M Hauksdóttur, einnig umsagnir frá Vinnueftirliti og Heilbrigðiseftirliti. Innkomnar nýjar teikningar og samþykki eiganda þann 6. september 2011.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

3.Duggufjara 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011050153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. september 2011 þar sem Gunnlaugur Kristjánsson og Björk Þorsteinsdóttir í framhaldi af umsókn um byggingarleyfi fyrir skjólveggi, sækja um byggingarleyfi fyrir gufubaðhúsi sunnan við hús sitt að Duggufjöru 12.

Skipulagsstjóri hafnar erindinu þar sem ekki er heimild fyrir byggingunni í gildandi deiliskipulagi. Skipulagsstjóri bendir á að nú stendur yfir endurskoðun á deiliskipulagi Innbæjarins og Fjörunnar. Umsækjandi getur sótt um deiliskipulagsbreytingu til skipulagsnefndar vegna byggingarinnar.

4.Eyrarlandsvegur 28 - Nemendagarðar - umsókn um leyfi til að breyta snúningshurð

Málsnúmer 2011080109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Lundar rekstrarfélags, kt. 630107-0160, sækir um leyfi til breytinga á aðalhurð Nemendagarða að Eyrarlandsvegi 28. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanney Hauksdóttur.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

5.Gleráreyrar 1 - umsókn um leyfi fyrir skiltum

Málsnúmer 2011080110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2011 þar sem Aðalsteinn Snorrason f.h. SMI ehf., kt. 470296-2249, sækir um leyfi til að reisa tvo skiltastanda með upplýstum skiltum við aðalinngang Glerártorgs að Gleráreyrum 1. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Aðalstein Snorrason.

Skipulagsstjóri samþykkir uppsetningu skiltastandanna en með því skilyrði að hámarksskiltaflötur verði ekki stærri en 6m² hver skv. gr. 7.4.1 í samþykkt um skilti og auglýsingar í lögsögu Akureyrarkaupstaðar.

6.Hafnarstræti 83-85 - Umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer BN100096Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. mars 2011 þar sem Jón E. Árnason sækir um að vera byggingarstjóri við breytingar á Hótel KEA að Hafnarstræti 83-85, 1. hæð.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

7.Hjalteyrargata 12. - Umsókn um breytingar

Málsnúmer BN100035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Súlna Björgunarsveitar Akureyri, kt. 640999-2689, sækir um breytingar innanhúss þannig að eldra skipulag aðlagist nýjum kröfum. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

8.Höfðagata 3 - breytingar innahúss

Málsnúmer 2011090022Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2011 þar sem Jónas V. Karelsson f.h. Kirkjugarða Akureyrar, kt. 690169-0619, og Norðurorku, kt. 550978-0169, óskar eftir samþykki fyrir breytingum á Höfðagötu 3.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan í athugasemdir á fylgiblaði.

9.Lækjargata 22 b - breyting á teikningum

Málsnúmer 2011050112Vakta málsnúmer

Ingólfur Guðmundsson f.h. Sigríðar Maríu Egilsdóttur lagði fram til samþykktar þann 24. ágúst 2011 breyttar teikningar vegna endurbóta á húsinu að Lækjargötu 22b.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

10.Núpasíða 3 - umsókn um leyfi fyrir útihurðum

Málsnúmer 2011090002Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2011 þar sem Haukur Haraldsson f.h. Björns Böðvarssonar sækir um leyfi til að setja tvær útidyr, úr stofu og gangi, á húsið Núpasíðu 3. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

11.Þórunnarstræti 138 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gáma.

Málsnúmer 2011090021Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. september 2011 þar sem Daníel Guðjónsson f.h. Sýslumannsins á Akureyri, kt. 490169-4749, sækir um stöðuleyfi til bráðabirgða fyrir tvo tuttugu feta geymslugáma sunnan við Lögreglustöðina að Þórunnarstræti 138 vegna framkvæmda við Hafnarstræti 107.

Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi fyrir gámana til 7. september 2012.

12.Tjarnartún 31 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2011090026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. ágúst 2011 þar sem Gunnar Þórarinsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir sækja um lóð nr. 31 við Tjarnartún. Meðfylgjandi er staðfesting á greiðslugetu frá Landsbankanum Keflavík.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

13.Tungusíða 24 - umsókn um byggingarstjóra

Málsnúmer 2011030132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. ágúst 2011 þar sem Fjölnir ehf., kt. 530289-2069, sækir um að vera byggingarstjóri við breytingar að Tungusíðu 24. Umboð hefur Magnús Guðjónsson.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:30.