Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

421. fundur 14. nóvember 2012 kl. 13:00 - 15:25 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson
  • Pétur Bolli Jóhannesson
  • Ólafur Jakobsson
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Ásatún 12-18 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012100126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2012 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um byggingarleyfi á lóð nr. 12-18 við Ásatún. Meðfylgjandi eru gátlisti og aðalteikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson. Innkomnar teikningar 29. október og 13. nóvember 2012.
Sótt er um undanþágu frá gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.4.3. Dyr innanhúss, svala- og garðdyr.
3. Gr. 6.4.4. Gangur og anddyri.
4. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
5. Gr. 6.7.10. Baðherbergi og snyrtingar.
6. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
7. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
8. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

2.Brekatún 2 - byggingarleyfi

Málsnúmer BN060274Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. október 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum af Brekatúni 2. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Duggufjara 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011050153Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. janúar 2012 þar sem Gunnlaugur Kristinsson og Björk Þorsteinsdóttir óska eftir leyfi til að gera gufubaðhús með sturtu og lagnarými á lóð sinni að Duggufjöru 12. Meðfylgjandi er gátlisti og teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

4.Hafnarstræti 98 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2011080075Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 23. ágúst 2011 þar sem Sara Axelsdóttir f.h. Akureyri Backpackers ehf., kt. 450711-1360, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum af Hafnarstræti 98. Innkomnar teikningar eftir Söru Axelsdóttur 31. október 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

5.Hálönd, Hrímland 7 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012110035Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð nr. 7 við Hrímland, Hálöndum. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

6.Hálönd, Hrímland 8 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012110033Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð nr. 8 við Hrímland, Hálöndum. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Langahlíð 7a - umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu og breytingum

Málsnúmer 2012070087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. júlí 2012 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. Jóns Kristjáns Kristjánssonar sækir um byggingarleyfi fyrir bílskúr við lóð nr. 7a við Lönguhlíð. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Rögnvald Harðarson. Innkomnar teikningar 7. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

8.Viðjulundur 2 - umsókn um breytingar

Málsnúmer 2012100181Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. október 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Hýmis ehf., kt. 621292-3589, sækir um leyfi til breytinga innan- og utanhúss á lóð nr. 2 við Viðjulund. Meðfylgjandi eru aðalteikingar, skráningatafla og gátlisti eftir Loga Má Einarsson. Innkomnar teikningar 7. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

9.Hálönd, Hrímland 10 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012110032Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. SS Byggis ehf, kt. 620687-2519, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð nr. 10 við Hrímland, Hálöndum. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

10.Hringteigur 2 - byggingarleyfi fyrir sumarhúsi til flutnings

Málsnúmer 2012110042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2012 þar sem Halldór Torfi Torfason f.h. Verkmenntaskólans á Akureyri, kt. 531083-0759, óskar eftir byggingarleyfi á lóð nr. 2 við Hringteig vegna sumarhúss sem ætlað er til flutnings. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jóhannes Pétursson.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

11.Hafnarstræti 95 - umsókn um nýja útihurð og fleira

Málsnúmer 2012060101Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. júní 2012 þar sem Ingunn Helga Hafstað f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um breytingar á 1. hæð að Hafnarstræti 95. Sótt er um að setja nýja útihurð fyrir apótekið og aðrar breytingar innandyra í apóteki og nýju verslunarrými. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ingunni Helgu Hafstað. Innkomnar nýjar teikningar 27. júlí 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

12.Munkaþverárstræti 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbótum

Málsnúmer 2012030144Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. mars 2012 frá Antoni Brynjarssyni þar sem hann f.h. Hjördísar Líneyjar Pétursdóttur leggur inn reyndarteikningar af Munkaþverárstræti 10. Innkomnar teikningar 1. og 9. nóvember 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

13.Hjalteyrargata 20 - opið hús/jólamarkaður 8. desember 2012

Málsnúmer 2012110036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. nóvember 2012 þar sem Margrét I. Lindquist f.h. Grasrótar iðngarða - nýsköpun, kt. 461109-1280, óskar eftir leyfi til að vera með opið hús/jólamarkað þann 8. desember 2012 að Hjalteyrargötu 20.

Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við bráðabirgða notkun hússins þennan eina dag fyrir jólamarkað með fyrirvara um samþykki eldvarnaeftirlits vegna útgönguleiða og annarra þátta er snúa að öryggi gesta.

14.Hólmatún 9 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012090210Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2012 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingu á lóð nr. 9 við Hólmatún. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Fanneyju Hauksdóttur. Innkomnar teikningar og gátlisti 1. nóvember 2012. Innkomnar teikningar 6. og 9. nóvember 2012.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

15.Surtlugata 8 - umsókn um að setja niður rotþró

Málsnúmer 2012110085Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. nóvember 2012 þar sem Þorbjörn Guðrúnarson sækir um leyfi til að setja niður rotþró við hesthús sitt að Surtlugötu 8. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

16.Dalsbraut 1 (Gleráreyrar 3)- 01 0105 - umsókn um breytingar fyrir bifreiðaskoðun

Málsnúmer 2012090253Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. september 2012 þar sem Sigurður Einarsson f.h. Hnetu ehf., kt. 501006-0250, sækir um breytingar á húsnæði vegna bifreiðaskoðunar að Dalsbraut 1, hluta 01 0105. Meðfylgjandi er skriflegt samþykki annarra eigenda hússins og teikningar. Innkomnar teikningar 1. október og 14. nóvember 2012. Innkomin greinagerð um brunavarnir frá EFLU dagsett 7. nóvember 2012.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 15:25.