Framkvæmdastjóri búsetudeildar - uppsögn

Málsnúmer 2011050001

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1123. fundur - 11.05.2011

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sat fundinn undir þessum lið og kynnti félagsmálaráði uppsögn sína sem framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar. Starfslok er áætluð 31. júlí 2011.
Félagsmálaráð þakkar Kristínu fyrir vel unnin störf. Jafnframt óskar ráðið eftir því að starfið verði auglýst sem fyrst.

Félagsmálaráð - 1125. fundur - 22.06.2011

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynnti 12 umsóknir um starf framkvæmdastjóra búsetudeildar. Næsta skref er að taka viðtöl við þá umsækjendur sem metnir voru hæfastir til starfsins.

Bæjarstjóra og formanni félagsmálaráðs er falið að halda áfram með málið og ljúka því í samráði við ráðið á næsta fund 29. júní nk.

Jóhann Ásmundsson V-lista vék af fundi.

Félagsmálaráð - 1126. fundur - 29.06.2011

Félagsmálaráð tók fyrir umsóknir um starf framkvæmdastjóra búsetudeildar.
Inda Björk Gunnarsdóttir formaður félagsmálaráðs og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynntu niðurstöður úr viðtölum við umsækjendur.

Félagsmálaráð samþykkir samhljóða að mæla með því að Soffía Lárusdóttir verði ráðin í starf framkvæmdastjóra búsetudeildar.

Öðrum umsækjendum þakkar félagsmálaráð fyrir áhugann á starfi hjá Akureyrarbæ.

Félagsmálaráð - 1127. fundur - 10.08.2011

Félagsmálaráð þakkar Kristínu Sóleyju Sigursveinsdóttur fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir vel unnin störf á búsetudeild og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.