Félagsmálaráð

1126. fundur 29. júní 2011 kl. 14:00 - 17:00 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Inda Björk Gunnarsdóttir formaður
  • Dagur Fannar Dagsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Oktavía Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Margrét Guðjónsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Framkvæmdastjóri búsetudeildar

Málsnúmer 2011050001Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð tók fyrir umsóknir um starf framkvæmdastjóra búsetudeildar.
Inda Björk Gunnarsdóttir formaður félagsmálaráðs og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynntu niðurstöður úr viðtölum við umsækjendur.

Félagsmálaráð samþykkir samhljóða að mæla með því að Soffía Lárusdóttir verði ráðin í starf framkvæmdastjóra búsetudeildar.

Öðrum umsækjendum þakkar félagsmálaráð fyrir áhugann á starfi hjá Akureyrarbæ.

2.Félagsmálaráð - skoðunarferð um stofnanir sem heyra undir ráðið

Málsnúmer 2009090034Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð fór í skoðunarferð í sambýlið í Snægili þar sem Guðrún Guðmundsdóttir forstöðumaður sambýlisins kynnti starfsemina. Að því loknu var farið í sambýlið í Geislatúni þar sem Þorbjörg Guðmundsdóttir deildarstjóri á sambýlinu tók á móti ráðinu og að lokum var farið í þjónustukjarnann í Vallartúni þar sem Ólafur Örn Torfason forstöðumaður þjónustukjarnans fræddi ráðið um starfsemina.

Félagsmálaráð þakkar góðar kynningar á starfseminni og starfsfólki vel unnin störf á þessum stöðum.

Fundi slitið - kl. 17:00.