Grímseyjargata 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011040085

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 113. fundur - 04.05.2011

Erindi dags. 15. apríl 2011 þar sem Haraldur Árnason f.h. Búvíss ehf., kt. 590106-1270, sækir um breytingar á deiliskipulagi að Grímseyjargötu 1. Sótt er um hækkun á nýtingarhlutfalli um 0,01 og lítillega hækkun á hæð hússins.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samráði við skipulagsstjóra. Meðferð verði í samræmi við 2. málslið 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulagsnefnd - 114. fundur - 18.05.2011

Í framhaldi af bókun nefndarinnar þann 4. maí s.l. lagði staðgengill skipulagsstjóra fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár.
Breytingin fellst í breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar. Tillagan er unnin af S.S.Á. teiknistofu dags. 9.maí 2011.

Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á nýtingarhlutfalli til að gera milliloft innanhúss og er því breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Bæjarstjórn - 3305. fundur - 07.06.2011

10. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 18. maí 2011:
Í framhaldi af bókun nefndarinnar þann 4. maí sl. lagði staðgengill skipulagsstjóra fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæða sunnan Glerár.
Breytingin felst í breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar. Tillagan er unnin af S.S.Á. teiknistofu dags. 9. maí 2011.
Þar sem einungis er um að ræða minniháttar breytingu á nýtingarhlutfalli til að gera milliloft innanhúss og er því breyting sem varðar Akureyrarbæ og lóðarhafa leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.