Fjárhagsaðstoð 2011 - breyting á framfærslugrunni

Málsnúmer 2011010032

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1116. fundur - 12.01.2011

Lagt fram bréf frá Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra dags. 3. janúar 2011 þar sem þeim tilmælum er beint til sveitarstjórna að þær tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði. Atvinnuleysisbætur eru nú kr. 149.523 á mánuði.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram og kynnti minnisblað dags. 12. janúar 2011 þar sem farið er yfir vinnulag og breytingar varðandi fjárhæðir í fjárhagsaðstoð bæjarins og sveitarfélaga almennt.
Einnig kynnt umræða sem nú á sér stað á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Ester Lára Magnúsdóttir verkefnisstjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.

Félagsmálaráð samþykkir að leggja til hækkun á framfærslugrunni fjárhagsaðstoðar í samræmi við breytingar á vísitölu síðustu tveggja ára, að frádreginni hækkun síðasta árs. Grunnupphæð hækkar þá úr kr. 125.540 í kr. 131.617 á mánuði eða um 4,8%. Beðið verði með frekari breytingar þar til séð verði hvernig málin þróast á landsvísu.

Málinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3257. fundur - 20.01.2011

3. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. janúar 2011:
Lagt fram bréf frá Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra dags. 3. janúar 2011 þar sem þeim tilmælum er beint til sveitarstjórna að þær tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur til framfærslu á mánuði. Atvinnuleysisbætur eru nú kr. 149.523 á mánuði.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram og kynnti minnisblað dags. 12. janúar 2011 þar sem farið er yfir vinnulag og breytingar varðandi fjárhæðir í fjárhagsaðstoð bæjarins og sveitarfélaga almennt.
Einnig kynnt umræða sem nú á sér stað á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á fjölskyldudeild og Ester Lára Magnúsdóttir verkefnisstjóri á fjölskyldudeild sátu fundinn undir þessum lið.
Félagsmálaráð samþykkir að leggja til hækkun á framfærslugrunni fjárhagsaðstoðar í samræmi við breytingar á vísitölu síðustu tveggja ára, að frádreginni hækkun síðasta árs. Grunnupphæð hækkar þá úr kr. 125.540 í kr. 131.617 á mánuði eða um 4,8%.
Beðið verði með frekari breytingar þar til séð verði hvernig málin þróast á landsvísu.
Málinu vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir tillögu félagsmálaráðs um hækkun á framfærslugrunni fjárhagsaðstoðar, kostnaði er vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð samþykkir einnig að beðið verði með frekari breytingar þar til séð verður hvernig málin þróast á landsvísu.