Hlíðarendi - verslunar- og þjónustusvæði

Málsnúmer 2010070104

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 75. fundur - 17.08.2010

Bréf dags. 28. júlí 2010 frá skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar sem óskað er eftir umsögn íþróttaráðs vegna fyrirhugaðs verslunar- og þjónustusvæðis við Hlíðarenda.

Íþróttaráð fagnar hugmyndum um uppbyggingu þjónustu- og verslunarsvæðis við Hlíðarenda og telur að slíkt svæði geti styrkt starfsemi í Hlíðarfjalli sem og aðra ferðaþjónustu á svæðinu.

Íþróttaráð hvetur þó til að skoðað verði með hvaða hætti fyrirhugað svæði geti tengst skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli m.t.t. öryggis þeirra sem hugsanlega fara á milli svæðanna á skíðum.

Umhverfisnefnd - 49. fundur - 19.08.2010

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 28. júlí 2010 þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á drögum að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis að Hlíðarenda.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.