Umhverfisnefnd

49. fundur 19. ágúst 2010 kl. 16:00 - 18:20 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Sigmar Arnarsson formaður
  • Hulda Stefánsdóttir
  • Kolbrún Sigurgeirsdóttir
  • María Ingadóttir
  • Valdís Anna Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson
  • Jón Birgir Gunnlaugsson fundarritari
Dagskrá

1.Sorpmál - framtíðarsýn

Málsnúmer 2009010228Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi sem vísað var til umsagnar umhverfisnefndar frá bæjarráði 12. ágúst 2010.
Gunnar Garðarsson framkvæmdastjóri Sagaplast og Finnur Sveinsson sjálfstætt starfandi umhverfisverkfræðingur mættu á fundinn undir þessum lið.
Gunnar Svavarsson umhverfisverkfræðingur og Friðrik Klingbeil Gunnarsson hjá Eflu verkfræðistofu voru í símasambandi á fundinum.
Bæjarstjóri Eiríkur Björn Björgvinsson sat fundinn undir þessum lið.

Fulltrúar L-lista, Sigmar Arnarsson og Hulda Stefánsdóttir, samþykkja að leið B verði farin í sorphirðu hjá Akureyrarbæ.

Valdís Anna Jónsdóttir fulltrúi S-lista í umhverfisnefnd óskar bókað:

Í lok síðasta kjörtímabils var ákveðið að breyta sorphirðu í bænum og gera íbúum kleift að stórauka flokkun heimilissorps með svokölluðu þriggja íláta kerfi við hvert heimili. Þessi ákvörðun var tekin að lokinni vandlegri skoðun þeirra kosta sem til greina komu og með henni hugðust bæjaryfirvöld skipa Akureyri í fremstu röð sveitarfélaga hvað varðar meðhöndlun heimilisúrgangs og þjónustu við íbúa á þessu sviði.

Nýr meirihluti L-listans í bæjarstjórn virðist nú stefna að því að draga verulega úr þessum áformum og koma á skipulagi í sorphirðu sem þýðir minni þjónustu við bæjarbúa og mun neikvæðari umhverfisáhrif. Samfylkingin lýsir miklum vonbrigðum með þessar fyrirætlanir og skorar á bæjarstjórn að sýna metnað sinn í umhverfismálum með því að falla frá þessum áformum nýs meirihluta og staðfesta ákvörðun fyrrverandi bæjarstjórnar um fyrirkomulag sorphirðu á Akureyri.

Fulltrúi B-lista, María Ingadóttir, telur rétt að fara leið B í útboðinu sem skref í rétta átt í sorpmálum, en telur að leið A hefði hugnast betur ef allar forsendur hefðu staðist m.a. að Flokkun Eyjafjörður ehf hefði byggt flokkunarstöð eins og lagt var upp með í útboðinu.

Fulltrúi D-lista, Kolbrún Sigurgeirsdóttir, telur rétt að leið A verði farin.

Umhverfisnefnd vísar málinu til bæjarráðs.

2.Óshólmar Eyjafjarðarár - tilnefning í nefnd

Málsnúmer 2010080039Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd tilnefnir tvo fulltrúa í óshólmanefnd Eyjafjarðarár sbr. samþykkt þar að lútandi dags. 5. júní 1998.

Umhverfisnefnd tilnefnir forstöðumann umhverfsmála, Jón Birgi Gunnlaugsson og formann umhverfisnefndar, Sigmar Arnarsson, í óshólmanefnd Eyjafjarðarár.

3.Norðurá - samningur um urðun við Blönduós

Málsnúmer 2010070053Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 5. ágúst 2010 frá Eiði Guðmundssyni framkvæmdastjóra Flokkunar Eyjafjarðar ehf er varðar urðun á urðunarstaðnum Stekkjarvík.

Umhverfisnefnd felur deildarstjóra framkvæmdadeildar að svara erindinu fyrir tilskilinn frest.

4.Hlíðarendi, verslunar- og þjónustusvæði

Málsnúmer 2010070104Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá skipulagsnefnd dags. 28. júlí 2010 þar sem óskað er umsagnar umhverfisnefndar á drögum að deiliskipulagi verslunar- og þjónustusvæðis að Hlíðarenda.

Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna.

Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 18:20.