Rekstur leikskóla 2010

Málsnúmer 2010040093

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 15. fundur - 23.08.2010

Fyrir fundinn var lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðuna í rekstri leikskóla Akureyrarbæjar fyrstu 7 mánuði ársins. Þar kom fram að kostnaður umfram áætlun er um 1% sem skýrist fyrst og fremst af kostnaði við dagvistun barna í heimahúsum og því að dreifiregla áætlaðra útgjalda stemmir ekki að fullu við rauntölur rekstrarkostnaðar í Hlíðarbóli. Annars sýnir yfirlitið að reksturinn er í járnum og þarf að beita miklu aðhaldi áfram svo áætlun standist.

Skólanefnd - 16. fundur - 30.08.2010

Fyrir fundinn var lagt yfirlit yfir rekstrarstöðu grunnskóla og skóladeildar fyrstu 7 mánuði ársins. Þar kemur fram að rekstur grunnskólanna er á áætlun. Kostnaður vegna skóladeildar er kominn fram úr áætlun vegna forfallakostnaðar og þá er kostnaður vegna skólaaksturs kominn fram úr áætlun.

Skólanefnd þakkar starfsfólki skólanna frábært samstarf við aðhald í rekstri skólanna og óskar eftir að áframhald verði þar á.

Skólanefnd - 17. fundur - 06.09.2010

Á fundinn mættu undir þessum lið Dan Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar og Eggert Þór Óskarsson forstöðumaður fjárreiðudeildar og gerðu grein fyrir fyrirkomulagi innheimtumála og fóru yfir stöðuna á innheimtum sem heyra undir skóladeild. Fram kom að málum hjá Intrum vegna skulda í skólum hefur fjölgað um 50 á milli ára og heildarskuldir úr rúmum 14 milljónum í rúmar 19 milljónir.

Skólanefnd þakkar Dan og Eggerti fyrir greinargóðar upplýsingar.

Skólanefnd - 17. fundur - 06.09.2010

Fyrir fundinn var lagt fram til kynningar uppgjör á rekstri Tónlistarskólans á Akureyri fyrir fyrstu 7 mánuði ársins. Þar kemur fram að rekstur er í járnum og er ein af skýringunum sú að tekjur eru ofáætlaðar sem nemur 3 milljónum.

Skólanefnd - 25. fundur - 15.11.2010

Fyrir fundinn var lagt 10 mánaða uppgjör á rekstri málaflokksins.

Ljóst er að staða skólanna er fjárhagslega góð miðað við fjárhagsáætlun 2010.