Skólanefnd

25. fundur 15. nóvember 2010 kl. 14:00 - 18:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigurveig S. Bergsteinsdóttir formaður
  • Preben Jón Pétursson
  • Sigrún Björk Sigurðardóttir
  • Helgi Vilberg Hermannsson
  • Logi Már Einarsson
Starfsmenn
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir
  • Gunnar Gíslason fræðslustjóri ritaði fundargerð
Dagskrá
Í upphafi fundar fór Kolbrún Magnúsdóttir skjalavörður yfir það með fundarmönnum hvernig nota á fundargáttina.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2010090109Vakta málsnúmer

Fært í trúnaðarbók.

2.Breyting á reglum um niðurgreiðslur vegna daggæslu í heimahúsum

Málsnúmer 2010090023Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn voru lagðar tillögur að breytingum á reglum um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum. Þær fela það í sér að niðurgreitt verður fyrir börn frá 9 mánaða aldri frá og með 1. janúar 2011 og foreldrar sem báðir eru atvinnulausir fá frá sama tíma niðurgreiðslur sambærilegar og námsmenn og einstæðir foreldrar.
Í fjárhagsáætlun ársins 2011 var gert ráð fyrir þessum breytingum.

Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu fyrir sitt leyti, með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

3.Fræðslu- og uppeldismál 2010 - rekstraryfirlit

Málsnúmer 2010040093Vakta málsnúmer

Fyrir fundinn var lagt 10 mánaða uppgjör á rekstri málaflokksins.

Ljóst er að staða skólanna er fjárhagslega góð miðað við fjárhagsáætlun 2010.

4.Niðurstöður viðhorfakönnunar meðal kennara í grunnskólum 2009-2010

Málsnúmer 2010110059Vakta málsnúmer

Trausti Þorsteinsson lektor við HA mætti á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðunum en þær eru helstar að:
Í meginatriðum verður ekki annað séð en að kennarar séu ánægðir með skólann sem sinn vinnustað þrátt fyrir að þeir telji sig ekki eiga mikla hlutdeild í ákvörðunum innan skóla né þeim falin forysta um fagleg mál. Kennarar virðast ánægðir með þær nýjungar sem unnið er að í þeirra skóla, þeir segja tekið af mikilli festu á málum í skólanum og eru ánægðir með faglega stefnu skólastjóra.
Kennarar eru almennt sammála því að nemendum líði vel í skóla sínum og þeir hafi jákvætt viðhorf til skólans. Mikill meirihluti kennara segir að nemendur séu hafðir í forgrunni við allar ákvarðanir í skólanum en hins vegar meta einungis 50% kennara það svo að nemendur hafi mikinn metnað í námi.
Almennt virðast kennarar hafa mjög jákvætt viðhorf til faglegs starfs í skóla sínum. Þeir segja að skólinn leggi mikla áherslu á jákvæð samskipti starfsfólks og nemenda, þeir eru sammála því að kennarar axli sameiginlega ábyrgð gagnvart nemendum og skólinn leggi mikla áherslu á að starfsfólk sýni nemendum gott fordæmi. Kennarar segjast þekkja vel til einstaklingsbundinna námsþarfa allra nemenda sinna og telja að fjölbreyttum kennsluaðferðum sé beitt í þeirra skóla.
Kennurum finnst sérfræðiþjónusta skólanna bregðast seint við óskum um aðstoð eða ráðgjöf. Þar sem kennarar segjast þekkja nokkuð vel hvaða þjónustu megi sækja til skólateymis fjölskyldudeildar, betur en hvað sækja megi til Skólaþróunarsviðs, má ætla að kennarar leiti fremur til fjölskyldudeildar með vandamál en til Skólaþróunarsviðs. Mjög stór hópur kennara leggur ekki mat á þjónustu þessara stofnana en þeir sem það gera gefa henni góða dóma. Milli 80 og 90% segir hana góða, en hafa ber þá í huga að mjög margir taka ekki afstöðu.
Almennt virðast kennarar hafa jákvætt viðhorf til samskipta við foreldra. Eins og í fyrri könnunum segja yfir 80% kennara samstarfið við foreldra ánægjulegt en um leið vilja flestir aukna þátttöku foreldra í skólastarfinu og eru yfir 80% þeirra sem taka afstöðu þeirrar skoðunar að aukin þátttaka foreldra myndi hraða umbótum í skólastarfi.
Skýrsluna í heild má nálgast á heimasíðu skóladeildar http://skoladeild.akureyri.is.

Skólanefnd þakkar Trausta fyrir kynninguna og felur fræðslustjóra að ræða niðurstöðurnar við skólastjóra með það að markmiði að bregðast við því sem betur má fara.

5.Niðurstöður viðhorfakönnunar meðal nemenda 2010

Málsnúmer 2010110060Vakta málsnúmer

Trausti Þorsteinsson lektor við HA mætti á fundinn og gerði grein fyrir niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal nemenda í 8.- 10. bekk í grunnskólum Akureyrarbæjar vorið 2010. Helstu niðurstöður eru þær að: Nemendum í grunnskólum Akureyrar virðist líða vel í skólanum og þeir eru ánægðir með skólann sinn. Hlutfallslega fleiri nemendur í 9. og 10. bekk segjast ánægðir með skólann sinn en nemendur í 8. bekk. Hlutfallslega færri nemendur en fleiri segja hins vegar að það sé gaman í skólanum og að þar sé friður til að læra. Marktæk tengsl eru á milli bekkjar og viðhorfs nemenda til þess hversu gaman er í skólanum og hvort friður sé til að læra. Viðhorf nemenda 10. bekkjar virðist almennt jákvæðara til skólans síns en nemenda í 8. og 9. bekk.
Mestur áhugi meðal nemenda er á íþróttum, verkgreinum og ensku en minnstur áhugi á dönsku og íslensku. Mikill meirihluti nemenda telur sig hafa mikinn metnað til að standa sig vel í námi og að gerðar séu miklar kröfur til þeirra í skólanum. Ef marka má afstöðu nemenda til krafna sem til þeirra eru gerðar virðast þær aukast í elstu bekkjum skólanna.
Niðurstöður benda til að nemendur fái lítt að vera með í ráðum við að skipuleggja eigið nám. Langflestir nemendur telja að þeir fái góða kennslu í sínum skóla og að kennarar hafi metnað fyrir þeirra hönd. Tæplega helmingur nemenda segir hins vegar starfið í skólanum fjölbreytt og yfir 40% segir að lítil áhersla sé lögð á samvinnu nemenda í kennslustundum. Mikill meirihluti nemenda segist sjaldan vera í hópastarfi í kennslustundum.
Ef marka má niðurstöður virðast kennarar vera mjög sparir á hrós við nemendur sína svo og nemendur á hvern annan. Foreldrar virðast umbuna börnum sínum með hrósi.
Skýrsluna í heild má nálgast á heimasíðu skóladeildar http://skoladeild.akureyri.is

Skólanefnd þakkar Trausta fyrir kynninguna og felur fræðslustjóra að ræða niðurstöðurnar við skólastjóra með það að markmiði að bregðast við því sem betur má fara.

6.Leiksólinn Hólmasól - námskeiðs- og skipulagsdagar 2011

Málsnúmer 2010100066Vakta málsnúmer

Erindi dags. 6. október 2010 frá Leikskólanum Hólmasól þar sem sótt er um leyfi til að færa til námskeiðs- og skipulagsdaga næsta árs vegna fyrirhugaðrar kynnisferðar til Svíþjóðar.

Skólanefnd samþykkir erindið, en bendir á nauðsyn þess að haft sé samráð við foreldra um þessa breytingu.

7.Stjórnkerfi skóla Akureyrarbæjar - endurskoðun

Málsnúmer 2010040041Vakta málsnúmer

Á fundinum var farið yfir stöðu verkefnisins, skipan stýrihóps og tillögu að verkáætlun ásamt kostnaðaráætlun.

Skólanefnd samþykkir að fulltrúar skólanefndar í stýrihópnum verði tveir, Preben Jón Pétursson fyrir hönd meirihlutans og minnihlutinn tilnefni einn fulltrúa fyrir sína hönd. Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu að verk- og kostnaðaráætlun.

8.Heilsa og lífskjör skólanema (HBSC) 2010

Málsnúmer 2010050041Vakta málsnúmer

Á fundinn mætti Þóroddur Bjarnason prófessor við Háskólann á Akureyri og kynnti niðurstöður úr alþjóðlegri könnun um heilsu og lífskjör skólanema (HBSC) sem lögð var fyrir alla nemendur í 6., 8. og 10. bekkjum grunnskóla landsins fyrr á þessu ári. Rannsóknin er alþjóðleg og tóku 40 lönd þátt. Síðast var sambærileg rannsókn gerð árið 2006.
Helstu niðurstöður eru þær að: Lífskjör barna og unglinga á Íslandi virðast almennt hafa batnað frá 2006 til 2010. Börn og unglingar á Akureyri eru þar engin undantekning. Lífsánægja þeirra hefur aukist umtalsvert og þeim líkar aðeins betur í skólanum en þegar rannsóknin var síðast gerð fyrir fjórum árum. Nokkur munur er þó milli skóla hvað þetta varðar. Ekki eru þó allar breytingar á högum íslenskra skólanema jákvæðar. Líkt og á landinu í heild hreyfa nemendur á Akureyri sig minna en áður. Áfengisneysla barna á Akureyri er sjaldgæfari en reykingar aukast lítillega.

Skólanefnd þakkar Þóroddi fyrir kynninguna og felur fræðslustjóra að ræða niðurstöðurnar við skólastjóra með það að markmiði að bregðast við því sem betur má fara.

Fundi slitið - kl. 18:15.