Frímerkjasöfn í eigu Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2010030089

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3232. fundur - 22.07.2010

Lagt fram minnisblað Karls Guðmundssonar bæjarritara dags. 19. júlí 2010 varðandi frímerkjasöfn í eigu Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs 18. mars sl., var bæjarritara falið að láta meta söfnin. Einnig lagt fram samkomulag við Emelie J. Kvaran dags. 27. mars 2010 um breytingu á skilmálum gjafagernings Jakobs H. Kvaran til Akureyrarbæjar árið 1974.

Bæjarráð samþykkir að selja frímerkjasafn Jakobs H. Kvaran og að andvirði þess verði ráðstafað í þágu aldraðra á Akureyri.

Bæjarráð - 3243. fundur - 28.10.2010

Lögð fram niðurstaða úr uppboði á frímerkjasafni í eigu Akureyrarbæjar.

Bæjarráð felur félagsmálaráði að ráðstafa þeim fjárhæðum sem fengust úr uppboðinu í þágu eldri borgara á Akureyri samkvæmt samningi við ekkju gefanda frímerkjasafnsins.

Jafnframt felur bæjarráð bæjarritara að láta meta safn Axels Schiöth sem hann gaf Akureyrarbæ en andvirði þess safns skal renna til Lystigarðsins.

Félagsmálaráð - 1112. fundur - 10.11.2010

Á fundi sínum þann 28. október 2010 fól bæjaráð félagsmálaráði að ráðstafa þeim fjármunum sem fengust úr uppboði á frímerkjasafni Jakobs S. Kvaran, í þágu eldri borgara á Akureyri, samkvæmt samningi við ekkju gefanda frímerkjasafnsins.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjóra búsetudeildar og forstöðumanni félagsmiðstöðva aldraðra að gera tillögur um nýtingu fjármunanna í þágu félags- og tómstundamiðstöðva eldri borgara.

Bæjarráð - 3260. fundur - 10.02.2011

Erindi dags. 2. febrúar 2011 frá Karli Guðmundssyni verkefnastjóra þar sem hann vísar í bókun bæjarráðs frá 28. október sl. en þá fól bæjarráð bæjarritara að láta meta safn Axels Schiöth sem hann gaf Akureyrarbæ, en andvirði þess safns á að renna til Lystigarðsins.
Karl óskar eftir heimild til að selja 13 Zeppelin Covers innanlands og einnig óskar hann eftir heimild til að selja frímerkin á næsta uppboði Postiljonen sem fram fer dagana 25.- 26. mars nk.

Bæjarráð heimilar Karli Guðmundssyni að ganga frá sölunni.

Félagsmálaráð - 1120. fundur - 23.03.2011

Olga Ásrún Stefándóttir forstöðumaður félagsmiðstöðva aldraðra og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar sátu fundinn undir þessum lið og kynntu tillögu að ráðstöfun gjafafjár, sbr. bókun á fundi félagsmálaráðs 10. nóvember 2010.

Félagsmálaráð samþykkir framlagða tillögu.