Íþróttasvæði Þórs - leki í stúku

Málsnúmer 2010020102

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 171. fundur - 09.07.2010

Lögð fram skýrsla Verkís hf. um lekann í stúkunni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 193. fundur - 19.08.2011

Lögð fram matsgerð dómkvaddra matsmanna, Júlíusar Sólnes byggingarverkfræðings og Snæbjörns Kristjánssonar byggingarverkfræðings, dags. 27. júlí 2011 vegna mats á orsökum og afleiðingum lekans í áhorfendastúkunni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að leggja matsgerð dómkvaddra matsmanna dags. 27. júlí 2011 til grundvallar kröfum vegna kostnaðar sem rekja má til leka í áhorfendastúku á Þórsvelli.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 204. fundur - 02.03.2012

Lagt fram samkomulag um úrbætur á stúku á Þórsvelli dags. 14. febrúar 2012 milli Fasteigna Akureyrarbæjar og hlutaðeigandi aðila.

Meirihluti stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir samkomulagið.

Ólafur Jónsson D-lista greiðir atkvæði á móti afgreiðslunni og óskar bókað:

Ég lýsi yfir vonbrigðum mínum með þetta samkomulag þar sem hér hallar verulega á Akureyrarkaupstað miðað við fyrirliggjandi matsgerð dómkvaddra matsmanna. Ég greiði því atkvæði gegn þessu.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 205. fundur - 30.03.2012

Lagt fram til kynningar minnisblað dags. 23. mars 2012 vegna viðgerða á stúkunni.