Nýting VMA á Íþróttahöll

Málsnúmer 2015090005

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 173. fundur - 03.09.2015

Erindi dagsett 1. september 2015 þar sem Hjalti Jón Sveinsson f.h. VMA óskar eftir fundi með íþróttaráði, stjórnendum Brekkuskóla, íþróttafulltrúa og framkvæmdastjóra Íþróttahallarinnar vegna nýtingar á Íþróttahöllinni.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Birna Baldursdóttir L-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir íþróttaráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Birna Baldursdóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Halldór Kristinn Harðarson L-lista mætti á fundinn undir þessum lið í stað Birnu Baldursdóttur.

Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að boða hlutaðeigandi aðila á fund.
Ingibjörg Ólöf Isaksen og Þórunn Sif Harðardóttir ásamt forstöðumanni íþróttamála verða fulltrúar íþróttaráðs á fundinum.
Halldór Kristinn Harðarson L-lista yfirgaf fundinn og Birna Baldursdóttir tók aftur sæti á fundinum.