Vetraríþróttamiðstöð Ísland (VMÍ)

Málsnúmer 2014080131

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 155. fundur - 04.09.2014

Ársreikningur VMÍ fyrir starfsárið 2013 lagður fram til kynningar og umræðu.

Íþróttaráð - 167. fundur - 07.05.2015

Farið yfir starfsemi, aðkomu og sýn VMÍ að vetraríþróttastarfsemi á Akureyri.
Lagt fram erindi dagsett 12. febrúar 2015 frá Margréti Baldvinsdóttur f.h. stjórnar VMÍ þar sem óskað er eftir upplýsingum frá Akureyrarbæ varðandi VMÍ.
Margrét Baldvinsdóttir varaformaður VMÍ mætti á fundinn undir þessum lið.
Íþróttaráð þakkar Margréti Baldvinsdóttur fyrir komuna á fundinn.
Íþróttaráð leggur til að gengið verði til samninga á milli Akureyrarbæjar og ríkis um áframhaldandi uppbyggingu þjóðarleikvangs skíðaíþrótta í Hlíðarfjalli og annarrar vetraríþróttaaðstöðu á Akureyri.
Íþróttaráð felur formanni og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

Íþróttaráð - 173. fundur - 03.09.2015

Lagðar fram til kynningar og umræðu breytingar á stjórn VMÍ.

Íþróttaráð - 176. fundur - 15.10.2015

Umræður um áframhaldandi samstarf og uppbyggingu VMÍ á Akureyri.
Samningur milli Akureyrarbæjar og ríkis vegna VMÍ rann úr árið 2008. Íþróttaráð harmar að ekki hafi náðst samningar við ríkið vegna áframhaldandi uppbyggingar vetraríþróttaaðstöðu á Akureyri.
Íþróttaráð leggur áherslu á að samningar náist sem fyrst og hvetur ríkið til að koma að frekari uppbyggingu í anda markmiða fyrri samninga um eflingu vetraríþrótta.

Íþróttaráð - 200. fundur - 17.11.2016

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir samstarfi við VMÍ.

Framkvæmdastjóri, formaður og fulltrúi bæjarráðs áttu fund með stjórn VMÍ 27. október sl. þar sem meðal annars var farið yfir fyrirhugaða úthýsingu Hlíðarfjalls og hugmyndir um nýja lyftu. Farið var yfir verkefni og rætt um endurnýjun samnings milli Akureyrarbæjar og ríkis um uppbyggingu á vegum VMÍ.

Íþróttaráð - 201. fundur - 01.12.2016

Umræður um samstarf Akureyrarbæjar og VMÍ.
Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra og formanni að vinna áfram erindi vegna aðkomu VMÍ að uppbyggingu skautasvellsins á Akureyri.