Íþróttaráð

164. fundur 26. febrúar 2015 kl. 14:00 - 16:10 Reiðhöllin við Safírstræti
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Halldór Kristinn Harðarson
  • Sigurjón Jónasson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ellert Örn Erlingsson forstöðumaður íþróttamála ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá
Halldór Kristinn Harðarson L-lista mætti í forföllum Birnu Baldursdóttur.

1.Heimsókn íþróttaráðs til Hestamannafélagsins Léttis

Málsnúmer 2015020160Vakta málsnúmer

Hestamannafélagið Léttir tók á móti íþróttaráði til 164. fundar ráðsins í Reiðhöllinni. Nefndarmenn kynntu sér aðstæður í Reiðhöllinni og Andrea Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Léttis kynnti starfsemi félagsins og verkefnin framundan.
Íþróttaráð þakkar Hestamannafélaginu Létti fyrir kynninguna og góðar móttökur.

2.Iceland Winter Games - Íslensku vetrarleikarnir - beiðni um styrktarsamning

Málsnúmer 2014050195Vakta málsnúmer

Erindi frá Viðburðastofu Norðurlands um styrk vegna Iceland Winter Games 2015 sem stjórn Akureyrarstofu afgreiddi með eftirfarandi bókun á fundi sínum þann 12. febrúar 2015:

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita Viðburðastofu Norðurlands 600.000 kr. styrk vegna verkefnisins árið 2015. Þeim hluta umsóknarinnar er snýr að lyftukortum er vísað til íþróttaráðs.
Íþróttaráð felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna málið áfram með Viðburðastofu Norðurlands.

3.Viking Heliskiing - þyrluflug í Hlíðarfjalli um páska

Málsnúmer 2015020158Vakta málsnúmer

Erindi sem barst íþróttaráði 4. febrúar 2015 þar sem Viking Heliskiing er að óska eftir að bjóða upp á þyrluskíðun frá Hlíðarfjalli um páskana 2015.
Íþróttaráð heimilar Viking Heliskiing að bjóða upp á þyrluskíðun frá Hlíðarfjalli um páskana 2015 með þeim skilyrðum að fullt samráð verði haft við forstöðumann Hlíðarfjalls og umsagna verði leitað hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands og flugmálayfirvöldum. Umsagnir þessara aðila skulu kynntar forstöðumanni Hlíðarfjalls fyrir 2. apríl 2015.  

4.Átak - beiðni vegna frístundastyrks

Málsnúmer 2015020157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. febrúar 2015 frá Guðrúnu Gísladóttur fyrir hönd Átaks heilsuræktar þar sem óskað er eftir því að unglingar geti fengið að nýta frístundastyrk Akureyrarbæjar í Átaki heilsurækt.
Íþróttaráð synjar erindinu.

5.Skíðafélag Akureyrar - erindi um bætta aðstöðu og fleira tengt félaginu

Málsnúmer 2014090184Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 16. september 2014 frá formanni ÍBA f.h. Skíðafélags Akureyrar þar sem óskað er eftir bættri aðstöðu og fleiru tengt félaginu. Erindið var síðast á dagskrá íþróttaráðs 25. september 2014.
Íþróttaráð samþykkir að veita Skíðafélagi Akureyrar skrifstofuaðstöðu í íþróttahúsinu í Laugargötu og sameiginlega félagsaðstöðu með Sundfélaginu Óðni á efri hæð íþróttahússins í Laugargötu.

6.Skautahöllin - endurnýjun á svelli

Málsnúmer 2015020134Vakta málsnúmer

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna endurnýjunar á svelli Skautahallarinnar.
Íþróttaráð tilnefnir Þórunni Sif Harðardóttur í verkefnislið framkvæmdanna.

Fundi slitið - kl. 16:10.