Skautahöllin - endurnýjun á svelli

Málsnúmer 2015020134

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 257. fundur - 20.02.2015

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna framkvæmdanna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Dag Fannar Dagsson L-lista sem sinn fulltrúa í verkefnisliðið.

Íþróttaráð - 164. fundur - 26.02.2015

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna endurnýjunar á svelli Skautahallarinnar.
Íþróttaráð tilnefnir Þórunni Sif Harðardóttur, kt. 191265-5809, í verkefnislið framkvæmdanna.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 260. fundur - 17.04.2015

Farið yfir þau verð sem bárust vegna burðarþols- og lagnahönnunar fyrir Skautahöllina. Verð bárust frá þremur aðilum:


Bjóðendur - Upphæð - % af áætlun:

Efla - kr. 11.900.000 - 148,8%
Mannvit kr. 7.628.500 - 95,4%
Verkís - kr. 6.045.000 - 75,6%
Verkís frávik 1 vegna tímasetningar - kr. 5.797.000 - 72,5%
Verkís frávik 2 vegna tímasetningar - kr. 5.487.000 - 68,6%Kostnaðaráætlun - kr. 8.000.000 - 100%
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að samið verði við lægstbjóðanda Verkís ehf.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 263. fundur - 26.06.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 24. júní 2015 um stöðuna á hönnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Kynnt var kostnaðaráætlun fyrir endurnýjun á skautasvelli og stækkun á æfingarými innadyra í Skautahöllinni.
Stjórnin samþykkir að vísa málinu til umfjöllunar hjá íþróttaráði.
Ingibjörg Ólöf Isaksen, B-lista, vék af fundi eftir umræður og afgreiðslu þessa liðar.

Íþróttaráð - 170. fundur - 29.06.2015

Lagt fram minnisblað dagsett 24. júní 2015 um stöðuna á hönnun vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skautahöllinni. Guðríður Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar og Kristján Snorrason byggingastjóri fasteigna mættu á fundinn undir þessum lið.
Lagt fram til kynningar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 264. fundur - 07.08.2015

Skautahöll - minnisblað stjórnar FA.
Lagt fram til kynningar minnisblað dagsett 24. júní 2015 vegna fyrirhugaðra framkvæmda.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 265. fundur - 04.09.2015

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna framkvæmdanna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar skipar Þorstein Hlyn Jónsson Æ-lista í verkefnisliðið.

Íþróttaráð - 180. fundur - 19.11.2015

Farið yfir stöðu framkvæmda og kostnaðar við nýja gólfplötu/svell í Skautahöll Akureyrar með tilliti til aðkomu VMÍ að verkinu.
Íþróttaráð óskar eftir því að stjórn Vetraríþróttamiðstöðvar Íslands taki fjárhagslega þátt í uppbyggingu og framkvæmdum nýs skautasvells í Skautahöllinni á Akureyri. Meginhlutverk VMÍ er að efla vetraríþróttir og aðstöðu þeirra. Samkvæmt nýframkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 eru 150 milljónir áætlaðar í verkið.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 272. fundur - 15.12.2015

Lögð fram tillaga verkefnisliðs samkvæmt fundargerð dagsett 10. desember 2015 um að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun á svelli.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að bjóða út framkvæmdirnar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 274. fundur - 05.02.2016

Lagðar fram niðurstöður útboðs á jarðvinnu og múrbroti annars vegar og uppbyggingu gólfplötu og svells hins vegar.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðendur í báðum útboðunum.

Íþróttaráð - 188. fundur - 17.03.2016

Íþróttaráð óskaði eftir því á fundi sínum 19. nóvember 2015 að VMÍ tæki þátt í uppbyggingu og framkvæmdum í Skautahöllinni. Svar stjórnar VMÍ dagsett 1. febrúar 2016 við ósk íþróttaráðs lagt fram til kynningar.
Íþróttaráð óskar eftir því að stjórn VMÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi þátttöku VMÍ í uppbyggingu og framkvæmdum Akureyrarbæjar í Skautahöllinni.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 277. fundur - 08.04.2016

Lögð fram stöðuskýrsla 1 fyrir framkvæmdina dagsett 6. apríl 2016.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 279. fundur - 20.05.2016

Lögð fram stöðuskýrsla 2 fyrir framkvæmdina dagsett 19. maí 2016.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 287. fundur - 01.11.2016

Lögð fram stöðuskýrsla 3 fyrir framkvæmdina dagsett 27. október 2016.

Íþróttaráð - 199. fundur - 03.11.2016

Íþróttaráð heimsótti mannvirkið og skoðaði aðstæður eftir endurbætur.
Íþróttaráð fagnar því að nýtt og glæsilegt skautasvell er komið í notkun í Skautahöll Akureyrar.

Íþróttaráð þakkar Jóni Benedikt Gíslasyni framkvæmdastjóra SA fyrir skoðunarferðina um mannvirkið.