Iceland Winter Games - Íslensku vetrarleikarnir - beiðni um styrktarsamning

Málsnúmer 2014050195

Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu - 165. fundur - 28.05.2014

Erindi dags. 16. maí 2014 frá Davíð Rúnari Gunnarssyni, f.h. Viðburðastofu Norðurlands þar sem óskað er eftir að gerður verði samningur um stuðning og aðkomu Akureyrarbæjar að leikunum sem fyrirtækið annast framkvæmd á.

Framkvæmdastjóra falið að vinna drög að samningi við Viðburðastofuna um alla aðkomu Akureyrarbæjar að viðburðinum í samvinnu við aðrar deildir og svið sem að málinu koma. Samningsdrög komi að því loknu til umfjöllunar í stjórn Akureyrarstofu og eftir atvikum öðrum nefndum og ráðum.

Stjórn Akureyrarstofu - 181. fundur - 12.02.2015

Viðburðastofa Norðurlands sækir um 600.000 kr. styrk vegna Iceland Winter Games. Einnig er sótt um að þátttakendur í mótinu fái ókeypis lyftukort í Hlíðarfjall.
Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita Viðburðastofu Norðurlands 600.000 kr. styrk vegna verkefnisins árið 2015. Þeim hluta umsóknarinnar er snýr að lyftukortum er vísað til íþróttaráðs.

Íþróttaráð - 164. fundur - 26.02.2015

Erindi frá Viðburðastofu Norðurlands um styrk vegna Iceland Winter Games 2015 sem stjórn Akureyrarstofu afgreiddi með eftirfarandi bókun á fundi sínum þann 12. febrúar 2015:

Stjórn Akureyrarstofu samþykkir að veita Viðburðastofu Norðurlands 600.000 kr. styrk vegna verkefnisins árið 2015. Þeim hluta umsóknarinnar er snýr að lyftukortum er vísað til íþróttaráðs.
Íþróttaráð felur forstöðumanni Hlíðarfjalls að vinna málið áfram með Viðburðastofu Norðurlands.