Framhaldsskólanemar - frítt í sund í verkfalli

Málsnúmer 2014030304

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3407. fundur - 27.03.2014

Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarráð samþykkir að veita framhaldsskólanemum bæjarins frítt í sund á meðan á verkfalli stendur, enda framvísi þeir skólaskírteinum.
Mikilvægt er að hvetja nemendur til virkni á meðan á verkfalli stendur og þetta er viðleitni Akureyrarbæjar til að gera þeim það kleift.
Bæjarráð samþykkir framlagða bókun.

Íþróttaráð - 148. fundur - 27.03.2014

Á fundi sínum þann 27. mars 2014 gerði bæjarráð eftirfarandi bókun:
Logi Már Einarsson S-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:
Bæjarráð samþykkir að veita framhaldsskólanemum bæjarins frítt í sund á meðan á verkfalli stendur, enda framvísi þeir skólaskírteinum.
Mikilvægt er að hvetja nemendur til virkni á meðan á verkfalli stendur og þetta er viðleitni Akureyrarbæjar til að gera þeim það kleift.
Bæjarráð samþykkir framlagða bókun.

Íþróttaráð fagnar ákvörðun bæjarráðs.