Landsmót skáta að Hömrum 20.- 27. júlí 2014

Málsnúmer 2013070062

Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð - 139. fundur - 15.01.2014

Lagt fram til kynningar bréf frá Bandalagi íslenskra skáta dags. 9. júlí 2013 þar sem fram kemur að Landsmót skáta verður haldið að Hömrum 20.- 27. júlí 2014. Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa átt fundi með forsvarsfólki landsmótsins vegna mögulegrar aðkomu bæjarins.

Bæjarráð - 3407. fundur - 27.03.2014

Erindi dags. 19. nóvember 2013 frá mótsstjóra Landsmóts skáta 2014 og viðburðastjóra BÍS þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 3.000.000 vegna Landsmóts skáta 2014 sem haldið verður að Hömrum dagana 20.- 27. júlí nk.

Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð kr. 1.500.000. Kostnaður færist á styrkveitingar bæjarráðs og móttöku gesta.

Íþróttaráð - 148. fundur - 27.03.2014

Erindi dags. 19. nóvember 2013 frá mótsstjóra Landsmóts skáta 2014 og viðburðastjóra BÍS þar sem óskað er eftir ívilnun um frían aðgang að aðstöðu á vegum Akureyrarbæjar vegna Landsmóts skáta 2014 sem haldið verður að Hömrum við Akureyri. Óskað er eftir aðgangi m.a. að Sundlaug Akureyrar, Skautahöllinni og svellinu, fimleikaaðstöðunni í Giljaskóla og hjólabrettasvæðinu við Háskólann á Akureyri.

Íþróttaráð getur ekki veitt aðgang að fimleikaaðstöðunni í Giljaskóla, Skautahöllinni og svellinu vegna framkvæmda og viðhalds í mannvirkjunum.

Íþróttaráð samþykkir að veita aðgang að hjólabrettasvæðinu við Háskólann á Akureyri í nánara samstarfi við forstöðumann íþróttamála.

Íþróttaráð getur ekki orðið við ósk um frían aðgang að Sundlaug Akureyrar, en vísar á forstöðumann Sundlaugar Akureyrar vegna tilboða fyrir hópa.