Íþróttaráð

128. fundur 21. mars 2013 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Árni Óðinsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
  • Örvar Sigurgeirsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Skíðafélag Akureyrar - erindi 2013

Málsnúmer 2013030136Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Erlingur Guðmundsson, Finnur Aðalbjörnsson, Guðjón Marteinsson og Kristinn Hreinsson fulltrúar Skíðafélags Akureyrar til að ræða ýmis málefni félagsins sem m.a. varða alpagreinar, brettagreinar og göngugreinar.

Íþróttaráð þakkar fulltrúum Skíðafélagsins fyrir komuna.

2.Sundlaug Akureyrar - opnunartímar

Málsnúmer 2012020044Vakta málsnúmer

Framhald umræðu um afgreiðslutíma í Sundlaug Akureyrar um jól og áramót. Málið var áður á dagskrá íþróttaráðs 6. desember 2012. Kynnt var álit stjórnar Akureyrarstofu frá 13. desember 2012.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð samþykkir að í tilraunaskyni verði Sundlaug Akureyrar opin á annan í jólum 2013.

Anna Jenný Jóhannsdóttir áheyrnarfulltrúi D-lista óskar bókað: Ég mótmæli ákvörðun ráðsins varðandi opnun á annan í jólum 2013, krafan um opnunina kemur aðallega frá aðilum innan ferðaþjónustunnar, en fjöldi ferðamanna á svæðinu yfir hátíðarnar er ekki nægilegur til að nauðsynlegt sé að hafa opið þennan eða annan af þremur dögum sem lokað er um jól og áramót.

3.Kynjuð fjárhagsáætlanagerð

Málsnúmer 2011030090Vakta málsnúmer

Samkvæmt Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar skulu allar nefndir á vegum bæjarins vinna tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhagsáætlanagerð. Ræddar voru hugmyndir að verkefni íþróttaráðs.

Íþróttaráð samþykkir að tilraunaverkefni ráðsins verði kynjuð úttekt á notkun inneignar vegna niðurgreiðslu á íþrótta-, tómstunda- og æskulýðsstarfi barna.

4.ÍBA f.h. Akurs vegna parketgólfs í íþróttahús Naustaskóla fyrir dansdeild félagsins

Málsnúmer 2013030129Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. mars 2013 frá Íþróttabandalagi Akureyrar f.h. Íþróttafélagsins Akurs sem vill árétta að lagt verði parketgólf í íþróttahús Naustaskóla fyrir æfingaraðstöðu dansdeildar félagsins.

Íþróttaráð vísar erindinu til stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar.

5.ÍBA f.h. Akurs vegna útiaðstöðu fyrir bogfimi

Málsnúmer 2013030128Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. mars 2013 frá Íþróttabandalagi Akureyrar f.h. Íþróttafélagsins Akurs sem óskar eftir að komið verði upp útiaðstöðu fyrir æfingar og keppni í bogfimi.

Íþróttaráð vísar erindinu til umræðu við gerð langtímaáætlunar. Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að ræða við bréfritara.

6.ÍBA f.h. KA vegna aðstöðu fyrir tennis- og badmintondeild í íþróttahúsi Naustaskóla

Málsnúmer 2013030130Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. mars 2013 frá Íþróttabandalagi Akureyrar f.h. Knattspyrnufélags Akureyrar sem óskar eftir því að tennis- og badmintondeild félagsins fái aðstöðu í íþróttahúsi Naustaskóla.

Íþróttaráð vísar erindinu til umræðu við gerð langtímaáætlunar. Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að ræða við bréfritara.

7.ÍBA f.h. KA vegna útiaðstöðu fyrir tennis

Málsnúmer 2013030127Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. mars 2013 frá Íþróttabandalagi Akureyrar f.h. Knattspyrnufélags Akureyrar sem óskar eftir útiaðstöðu til æfinga og keppni í tennis.

Íþróttaráð vísar erindinu til umræðu við gerð langtímaáætlunar. Íþróttaráð felur forstöðumanni íþróttamála að ræða við bréfritara.

8.Söngkeppni framhaldsskólanna 2013 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013030162Vakta málsnúmer

Erindi ódags. frá Öldu Karen Hjaltalín f.h. Sambands íslenskra framhaldsskóla þar sem óskað er eftir niðurfellingu á leigu í Íþróttahöllinni vegna Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður 19.- 21. apríl nk.

Íþróttaráð lýsir yfir ánægju með að Samband íslenskra framhaldsskóla komi að undirbúningi söngkeppninnar og að hún verði aftur haldin á Akureyri, nú með forvarnir og vímuefnalausa skemmtun að leiðarljósi. Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu hjá bæjarráði.

Fundi slitið - kl. 16:00.