Söngkeppni framhaldsskólanna 2013 - styrkbeiðni

Málsnúmer 2013030162

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 128. fundur - 21.03.2013

Erindi ódags. frá Öldu Karen Hjaltalín f.h. Sambands íslenskra framhaldsskóla þar sem óskað er eftir niðurfellingu á leigu í Íþróttahöllinni vegna Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður 19.- 21. apríl nk.

Íþróttaráð lýsir yfir ánægju með að Samband íslenskra framhaldsskóla komi að undirbúningi söngkeppninnar og að hún verði aftur haldin á Akureyri, nú með forvarnir og vímuefnalausa skemmtun að leiðarljósi. Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu hjá bæjarráði.

Bæjarráð - 3360. fundur - 04.04.2013

8. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 21. mars 2013:
Erindi ódags. frá Öldu Karen Hjaltalín f.h. Sambands íslenskra framhaldsskóla þar sem óskað er eftir niðurfellingu á leigu í Íþróttahöllinni vegna Söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður 19.- 21. apríl nk.
Íþróttaráð lýsir yfir ánægju með að Samband íslenskra framhaldsskóla komi að undirbúningi söngkeppninnar og að hún verði aftur haldin á Akureyri, nú með forvarnir og vímuefnalausa skemmtun að leiðarljósi. Ráðið vísar erindinu til afgreiðslu hjá bæjarráði.

Bæjarráð samþykkir að styrkja viðburðinn sem nemur kr. 450.000 sem gengur upp í leigu í Íþróttahöllinni.