Hollustuhættir á sund- og baðstöðum - reglugerð nr. 814/2010

Málsnúmer 2010110032

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 111. fundur - 24.05.2012

Rætt um aldurstakmörk að sund- og baðstöðum en skv. 14. gr. reglurgerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum er börnum yngri en 10 ára óheimill aðgangur nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára og eldri.

Íþróttaráð skorar á umhverfisráðherra að endurskoða 14. gr. reglugerðar nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum þannig að börnum verði heimilt að fara ein í sund frá 1. júní þess árs sem þau verða 10 ára gömul enda hafi þau þá lokið tilskyldum sundprófum.