Íþróttaráð

105. fundur 09. febrúar 2012 kl. 14:00 - 16:30 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Nói Björnsson formaður
  • Helga Eymundsdóttir
  • Þorvaldur Sigurðsson
  • Erlingur Kristjánsson
  • Pétur Maack Þorsteinsson
  • Bergur Þorri Benjamínsson varaáheyrnarfulltrúi
  • Dýrleif Skjóldal áheyrnarfulltrúi
  • Jón Einar Jóhannsson varaáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Skipulagsmál á félagssvæðum íþróttafélaga

Málsnúmer 2012020041Vakta málsnúmer

Umræður um skipulagsmál á félagssvæðum íþróttafélaga.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mætti á fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð þakkar skipulagsstjóra fyrir komuna.

2.Sundlaug Akureyrar - afsláttur fyrir hópa

Málsnúmer 2012020042Vakta málsnúmer

Rætt um afslátt af aðgangseyri fyrir hópa og óskir um leigu á sundlauginni.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð felur framkvæmdastjóra að vinna að gerð reglna um afslætti af aðgangseyri í sundlaugum bæjarins.

3.Sundlaug Akureyrar - endurbætur og framtíðarsýn

Málsnúmer 2012020045Vakta málsnúmer

Umræður um endurbætur á Sundlaug Akureyrar m.a. viðhald og bætta aðstöðu fyrir fatlaða og starfsfólk.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Bergur Þorri Benjamínsson varaáheyrnarfulltrúi D-lista óskar bókað: Ég fagna hugmyndum um bætta aðstöðu fyrir fatlaða í Sundlaug Akureyrar og einnig ef málið verður unnið í nánu samstarfi við samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra.

4.Sundlaug Akureyrar - opnunartímar

Málsnúmer 2012020044Vakta málsnúmer

Umræður um opnunartíma Sundlaugar Akureyrar á lögbundnum frídögum.
Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Dýrleif Skjóldal V-lista vék af fundi kl. 15:43.

5.Sundkort fyrir framhaldsskólanemendur á Akureyri

Málsnúmer 2012010376Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi dags. 31. október 2011 frá Helga Þ. Svavarssyni f.h. stjórnar Foreldrafélags Menntaskólans á Akureyri og Áslaugu Magnúsdóttur f.h. stjórnar Foreldrafélags Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem óskað er eftir því að 16-20 ára nemendur framhaldsskólanna geti keypt annarkort í sund á sambærilegum kjörum og grunnskólanemendur. Um væri að ræða tilraun til eins árs.
Elín H. Gísladóttir forstöðmaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu og bendir á að framhaldsskólanemum gefst kostur á að kaupa 30 skipta skólakort á kr. 7.500.

Pétur Maack Þorsteinsson S-lista óskar bókað að skoða þurfi gjaldskrár íþróttamannvirkja bæjarins og færa aldursmörk á barnagjaldi upp að 18 ára aldri til samræmis við lögræðisaldur.

Fundi slitið - kl. 16:30.