Sundkort fyrir framhaldsskólanemendur á Akureyri

Málsnúmer 2012010376

Vakta málsnúmer

Íþróttaráð - 105. fundur - 09.02.2012

Tekið fyrir erindi dags. 31. október 2011 frá Helga Þ. Svavarssyni f.h. stjórnar Foreldrafélags Menntaskólans á Akureyri og Áslaugu Magnúsdóttur f.h. stjórnar Foreldrafélags Verkmenntaskólans á Akureyri þar sem óskað er eftir því að 16-20 ára nemendur framhaldsskólanna geti keypt annarkort í sund á sambærilegum kjörum og grunnskólanemendur. Um væri að ræða tilraun til eins árs.
Elín H. Gísladóttir forstöðmaður Sundlaugar Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu og bendir á að framhaldsskólanemum gefst kostur á að kaupa 30 skipta skólakort á kr. 7.500.

Pétur Maack Þorsteinsson S-lista óskar bókað að skoða þurfi gjaldskrár íþróttamannvirkja bæjarins og færa aldursmörk á barnagjaldi upp að 18 ára aldri til samræmis við lögræðisaldur.