Boginn - endurnýjun á gervigrasi

Málsnúmer 2015120126

Vakta málsnúmer

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 272. fundur - 15.12.2015

Tilnefning nefndarmanns í verkefnislið vegna framkvæmdanna.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar tilnefnir Helenu Þuríði Karlsdóttur S-lista í verkefnisliðið og óskar jafnframt eftir tilnefningu fulltrúa frá íþróttaráði og Íþróttafélögunum Þór og KA.

Íþróttaráð - 184. fundur - 21.01.2016

Á fundi sínum 15. desember 2015 óskaði Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar eftir tilnefningu fulltrúa frá íþróttaráði í verkefnislið vegna framkvæmdanna.
Íþróttaráð tilnefnir Ingibjörgu Ólöfu Isaksen B-lista sem fulltrúa í verkefnislið Fasteigna Akureyrarbæjar vegna endurnýjunar á gervigrasi í Boganum.
Guðrún Þórsdóttir V-lista mætti til fundar kl. 14:22.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 278. fundur - 06.05.2016

Farið yfir tilboð sem bárust í endurnýjun á gervigrasi í Boganum.
Afgreiðslu frestað, beðið verður eftir sérfræðiáliti vegna innfyllingarefnis.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 279. fundur - 20.05.2016

Tekinn fyrir að nýju 3. dagskrárliður 278. fundar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar frá 6. maí 2016:

Farið yfir tilboð sem bárust í endurnýjun á gervigrasi í Boganum.
Ákvörðun frestað til næsta fundar.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 281. fundur - 30.05.2016

Tekinn fyrir að nýju 2. dagskrárliður 279. fundar stjórnar Fasteigna Akureyrarbæjar frá 20. maí 2016:

Farið yfir tilboð sem bárust í endurnýjun á gervigrasi í Boganum.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir að gengið verði til viðræðna við Polytan.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 282. fundur - 29.06.2016

Verkefnislið um endurnýjun á gervigrasi í Boganum leggur til að keypt verði Liga turf RS CP 22/4 gervigras frá Polytan og græn Bionic fibre innfylling sem er sérstaklega framleidd fyrir gervigras.
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar samþykkir tillögu verkefnisliðsins.

Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar - 287. fundur - 01.11.2016

Lögð fram stöðuskýrsla 1 fyrir framkvæmdina dagsett 27. október 2016.

Íþróttaráð - 199. fundur - 03.11.2016

Íþróttaráð heimsótti mannvirkið og skoðaði aðstæður eftir endurbætur.
Íþróttaráð fagnar glæsilegum endurbótum í Boganum.

Íþróttaráð þakkar Valdimari Pálssyni framkvæmdastjóra Þórs fyrir mótttökurnar.