Úrgangsmál - fræðsla og eftirfylgni til almennings

Málsnúmer 2013030068

Vakta málsnúmer

Umhverfisnefnd - 80. fundur - 12.03.2013

Rætt um frekari kynningar til almennings um úrgangsmálin.
Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála gerði grein fyrir viðræðum við Gámaþjónustu Norðurlands um hugmyndir að kynningarátaki sem fyrirhugað er að fara í.
Kynnt var samantekt á magntölum úrgangs fyrir árin 2011 og 2012.

Umhverfisnefnd felur starfsmönnum að gera tillögu að kynningarátaki flokkunarmála í samræmi við umræður á fundinum.

Umhverfisnefnd - 82. fundur - 14.05.2013

Helgi Pálsson rekstrarstjóri Gámaþjónustu Norðurlands mætti á fundinn og kynnti nýjar tillögur að merkingum á endurvinnslustöðvar og breytingar á áður útgefnum bæklingi um úrgangsmál, sem kynntur verður á heimasíðu. Einnig voru ræddar hugmyndir um fræðsluefni á N4.

Umhverfisnefnd - 88. fundur - 05.12.2013

Skýrsla um endurvinnslu sem Capacent vann fyrir Akureyrarkaupstað kynnt.
Sigríður Ólafsdóttir frá Capacent mætti á fundinn undir þessum lið.

Umhverfisnefnd þakkar Sigríði kynninguna.

Framkvæmdaráð - 277. fundur - 06.12.2013

Sigríður Ólafsdóttir frá Capacent kynnti niðurstöður rannsóknar vegna úrgangsmála sem gerð var meðal íbúa Akureyrar.

Framkvæmdaráð þakkar Sigríði kynninguna.