Framkvæmdaráð

230. fundur 18. mars 2011 kl. 08:15 - 10:20 Eyrarlandsstofa í Lystigarði
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Sigríður María Hammer
  • Njáll Trausti Friðbertsson
  • Sigfús Arnar Karlsson
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna- fráveitu og hreinlætismála
  • Bergur Þorri Benjamínsson fundarritari
Dagskrá

1.Strætisvagnar Akureyrar - leiðarvísir

Málsnúmer 2011030112Vakta málsnúmer

Stefán Baldursson forstöðumaður SVA og Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó bs mættu á fundinn og kynntu nýjar hugmyndir um upplýsingakerfi fyrir farþega.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka áfram þátt í samstarfi við Strætó bs um upplýsingakerfi fyrir farþega og stefnir að því að innleiða það.

2.Forvarnastefna - endurskoðun 2010

Málsnúmer 2010110033Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að forvarnastefnu fyrir Akureyrarkaupstað.

Framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög að forvarnastefnu.

3.Hafnasamlag Norðurlands - umferðarskipulag við Oddeyrarbryggju

Málsnúmer 2011030034Vakta málsnúmer

Erindi dags. 3. mars 2011 frá Hafnasamlagi Norðurlands þar sem hafnaryfirvöld óska eftir að fá tímabundinn umráðarétt á svæðinu næst Oddeyrarbryggju í 2 klst. eftir að skemmtiferðaskip leggjast að bryggju.
Sigríður María Hammer vék af fundi undir þessum lið vegna stjórnarsetu í Hafnasamlagi Norðurlands.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið.

4.Veraldarvinir - samvinna 2011

Málsnúmer 2011030114Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 24. janúar 2011 frá félagasamtökunum Veraldarvinum þar sem lýst er yfir áhuga á samstarfi við Akureyrarkaupstað um umhverfisverkefni. Félagasamtökin hafa unnið að ýmsum menningartengdum verkefnum auk umhverfisverkefna um land allt.

Framkvæmdaráð afþakkar erindið að þessu sinni.

5.SEEDS - kynning og mögulegt samstarf

Málsnúmer 2009110021Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dags. 2. mars 2011 frá félagasamtökunum SEEDS þar sem óskað er samstarfs við Akureyrarkaupstað um verkefni tengd umhverfi eða menningu.

Framkvæmdaráð afþakkar erindið að þessu sinni.

6.Kaffihús í Lystigarðinum

Málsnúmer 2011030128Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð ræddi um hugsanlegt kaffihús í Lystigarðinum.
Björgvin Steindórsson forstöðumaður Lystigarðsins og Valþór Brynjarsson frá Fasteignum Akureyrarbæjar sátu fundinn undir þessum lið.

Framkvæmdaráð samþykkir að auglýsa eftir áhugasömum aðilum um rekstur kaffihúss í Lystigarðinum.

7.Snjómokstur og hálkuvarnir - ábendingar 2011

Málsnúmer 2011010051Vakta málsnúmer

Bæjartæknifræðingur, Helgi Már Pálsson, ræddi um frétt á baksíðu Vikudags frá 10. mars sl. um meint brot Akureyrarkaupstaðar á reglum vegna snjómoksturs og hálkuvarna.

Fundi slitið - kl. 10:20.