Strætisvagnar Akureyrar - leiðarvísir

Málsnúmer 2011030112

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 230. fundur - 18.03.2011

Stefán Baldursson forstöðumaður SVA og Einar Kristjánsson sviðsstjóri skipulags- og þróunarsviðs Strætó bs mættu á fundinn og kynntu nýjar hugmyndir um upplýsingakerfi fyrir farþega.

Framkvæmdaráð samþykkir að taka áfram þátt í samstarfi við Strætó bs um upplýsingakerfi fyrir farþega og stefnir að því að innleiða það.

Framkvæmdaráð - 233. fundur - 20.05.2011

Stefán Baldursson forstöðumaður SVA mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir kostnaði vegna breytinga á núverandi skiltum leiðakerfis til samræmis við nýjar og áður kynntar hugmyndir.

Framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu á nýjum skiltum fyrir leiðakerfi. Kostnaðarauka að upphæð rúmlega kr. 1.700.000 vísað til bæjarráðs.

Sigfús Arnar Karlsson B-lista óskaði bókað að hann samþykki tillöguna, en hann sé ekki hrifinn að sífelldum breytingum á fjárhagsáætlun.

Bæjarráð - 3275. fundur - 09.06.2011

1. liður í fundargerð framkvæmdaráðs dags. 20. maí 2011:
Stefán Baldursson forstöðumaður SVA mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir kostnaði vegna breytinga á núverandi skiltum leiðakerfis til samræmis við nýjar og áður kynntar hugmyndir.
Framkvæmdaráð samþykkir uppsetningu á nýjum skiltum fyrir leiðakerfi. Kostnaðarauka að upphæð rúmlega kr. 1.700.000 vísað til bæjarráðs.
Sigfús Arnar Karlsson B-lista óskaði bókað að hann samþykki tillöguna, en hann sé ekki hrifinn af sífelldum breytingum á fjárhagsáætlun.

Bæjarráð samþykkir fjárveitingu að upphæð kr. 1.700.000 og vísar kostnaði til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.