Hafnasamlag Norðurlands - umferðarskipulag við Oddeyrarbryggju

Málsnúmer 2011030034

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 230. fundur - 18.03.2011

Erindi dags. 3. mars 2011 frá Hafnasamlagi Norðurlands þar sem hafnaryfirvöld óska eftir að fá tímabundinn umráðarétt á svæðinu næst Oddeyrarbryggju í 2 klst. eftir að skemmtiferðaskip leggjast að bryggju.
Sigríður María Hammer vék af fundi undir þessum lið vegna stjórnarsetu í Hafnasamlagi Norðurlands.

Framkvæmdaráð samþykkir erindið.

Framkvæmdaráð - 234. fundur - 27.05.2011

Málið tekið fyrir að nýju.

Framkvæmdaráð afturkallar fyrri ákvörðun sína frá 18. mars 2011.