Naustahverfi, 6. áfangi - gatnagerð

Málsnúmer 2015020019

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 300. fundur - 06.02.2015

Ingibjörg Ólöf Isaksen B-lista vék af fundi kl. 11:55.
Opnuð tilboð í hönnun á Naustahverfi, 6. áfangi - gatnagerð og lagnir. Þrjú tilboð bárust í verkið.
Efla hf - kr. 30.822.087
Mannvit hf - kr. 59.770.000
Verkís hf - kr. 41.457.200

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Jón Birgir Gunnlaugsson forstöðumaður umhverfismála og Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála sátu fund framkvæmdaráðs undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við Verkfræðistofuna Eflu hf.

Framkvæmdaráð - 310. fundur - 12.06.2015

Lögð fram niðurstaða útboðs vegna framkvæmda við gatnagerð í Hagahverfi.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda GV Gröfur ehf.
Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Framkvæmdaráð - 325. fundur - 19.02.2016

Farið yfir kröfur verktaka, G.V. Gröfur ehf, um verðbætur vegna framkvæmda við Hagahverfi.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð hafnar erindinu.

Framkvæmdaráð - 334. fundur - 07.09.2016

Tekið fyrir erindi frá GV gröfum ehf, um kröfu vegna verðbóta í verkinu, Naustahverfi 6. áfangi. Erindinu var áður hafnað. Krafa er um að stefna Akureyrarbæ sbr. meðfylgjandi bréf Stefáns G. Þórissonar hjá Forum lögmönnum dagsett 6. júlí sl.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð frestar afgreiðslu og felur bæjarlögmanni að hafa samband við alla aðila samningsins.

Framkvæmdaráð - 339. fundur - 21.11.2016

Tekið fyrir erindi frá G.V. Gröfum ehf um kröfu vegna verðbóta í verkinu, Naustahverfi, 6. áfangi. Erindinu var áður hafnað.

Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson lögmaður mætti á fundinn.
Framkvæmdaráð hafnar erindinu.