Steinefni fyrir malbik 2016-2017

Málsnúmer 2016040123

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 327. fundur - 22.04.2016

Kynnt útboðsgögn vegna verksins " Steinefni fyrir malbik 2016-2017.

Jónas Karleson verkfræðingur hjá Verkís mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð þakkar Jónasi fyrir komuna á fundinn og felur bæjartæknifræði að klára útboðsgögnin í samræmi við umræður á fundinum.

Framkvæmdaráð - 328. fundur - 06.05.2016

Farið yfir útboðsgögn verkfræðistofunnar Verkís vegna útboðsins: Steinefni fyrir malbik 2016-2017.

Framkvæmdaráð - 330. fundur - 14.06.2016

Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista boðaði forföll og mætti Eiríkur Jónsson í hennar stað.
Farið yfir málið, m.a. útboðsgögn og væntanlegt útboð sem opna á miðvikudaginn 15. júní nk.
Meirihluti framkvæmdaráðs telur ekki ástæðu til þess að draga úr kröfum sem koma fram í útboðsgögnum, þar sem markmið bæjarins er m.a. að draga úr svifryksmyndun eins og kostur er og telur skynsamlegast að halda sig við óbreytt útboðsgögn.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Framkvæmdaráð - 331. fundur - 16.06.2016

Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll. Varamaður mætti ekki í hennar stað.
Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi V-lista mætti ekki til fundar og boðaði ekki forföll. Varamaður mætti ekki í hans stað.
Kynnt niðurstaða á útboði á steinefnum sem opnað var miðvikudaginn 15. júní 2016.

Eitt tilboð barst frá Skútabergi ehf að upphæð kr. 17.650.000.
Framkvæmdaráð felur bæjartæknifræðingi að ganga til samninga við Skútaberg.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista og Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins.

Framkvæmdaráð - 339. fundur - 21.11.2016

Farið yfir og tekin ákvörðun um vinnslu á steinefnum fyrir malbik á árinu 2017.
Framkvæmdaráð samþykkir að framlengja samninginn fyrir árið 2017.