Skjaldarvík - beiðni um leigu á landi

Málsnúmer 2009110023

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 331. fundur - 16.06.2016

Erindi dagsett 7. júní 2016 frá Hestamannafélaginu Létti um afnot af beitarhólfum í Skjaldarvík.
Framkvæmdaráð felur verkefnastjóra umhverfismála að leggja fram tillögu að skiptingu lands og gjaldskrá fyrir takmarkaðan tíma.

Þá vill framkvæmdaráð leggja áherslu á að farið verði í þá vinnu að skipuleggja til framtíðar Skjaldarvíkurlandið.

Framkvæmdaráð - 339. fundur - 21.11.2016

Gerð grein fyrir viðræðum við landnotendur á beitarlandi í Skjaldarvík og kynnt samningsdrög um beitarlönd við Hestamannafélagið Létti.
Framkvæmdaráð felur starfsmönnum að ræða við samningsaðila á grundvelli breyttra samningsdraga og leggja fyrir ráðið á ný.
Ingibjörg Ólöf Isaksen vék af fundi kl 12:10.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 6. fundur - 17.03.2017

Lögð fram drög að samningi við Hestamannafélagið Létti dagsett 13. mars 2017 um leigu á beitilandi.
Meirihluti umhverfis- og mannvirkjaráðs samþykkir samninginn.

Þorsteinn Hlynur Jónsson Æ-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.