Framkvæmdaráð

327. fundur 22. apríl 2016 kl. 08:15 - 11:56 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Eiríkur Jónsson
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen
  • Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir
  • Jón Orri Guðjónsson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson
  • Hermann Ingi Arason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður gatna, fráveitu- og hreinlætismála
  • Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfismála ritaði fundargerð
Dagskrá
Halla Björk Reynisdóttir L-lista boðaði forföll og mætti Sæbjörg Sylvía Kristinsdóttir í hennar stað.
Helena Þuríður Karlsdóttir S-lista boðaði forföll og mætti Eiríkur Jónsson í hennar stað.
Jón Orri Guðjónsson D-lista mætti í stað Njáls Trausta Friðbertssonar og
Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista mætti í stað Þorsteins Hlyns Jónssonar.

Í forföllum formanns Höllu Bjarkar Reynisdóttur og varaformanns Helenu Þuríðar Karlsdóttur stýrði aldursforseti Eiríkur Jónsson fundi.

1.Ferðamálastefna

Málsnúmer 2014110220Vakta málsnúmer

Stjórn Akureyrarstofu hefur óskað eftir hugmyndum og tillögum inn í markmiða- og verkefnakafla stefnunnar. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir verkefnastjóri atvinnumála og María Helena Tryggvadóttir verkefnastjóri ferðamála mættu á fundinn.
Framkvæmdaráð þakkar Albertínu og Maríu fyrir komuna á fundinn.

2.Hafnarstræti, göngugata - verklagsreglur um lokun

Málsnúmer 2015070016Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd hefur óskað eftir umsögn framkvæmdaráðs á tillögum að samþykkt um lokanir gatna í Akureyrarkaupstað.
Framkvæmdaráð telur að komi til lokana um sumartímann þá sé farsælla að þær væru með sama hætti alla sumarmánuðina og þá telur ráðið nauðsynlegt að yfirfara verðskrá umhverfismiðstöðvar í framhaldinu. Framkvæmdaráð telur ekki rétt að Listagilið sé lokað nema í undantekningartilfellum.

Jón Þorvaldur Heiðarsson Æ-lista sat hjá við við afgreiðslu.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2016

Málsnúmer 2016020229Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur óskað eftir því að framkvæmdaráð skoði verkefni sem fallið gætu undir reglur sjóðsins.
Framkvæmdaráð leggur fram eftirfarandi hugmynd:

Söguskilti í bæjarlandinu.



Aðrar tillögur sem fram komu eru:

Rafræn gönguleiðakort innan Akureyrar sem yrðu aðgengileg í snjallsíma.

Plastpokalaus Akureyri árið 2017.

Þróun og hönnun á rafrænum verkbeiðnum til handa sveitarfélögum.



4.Smáverk fyrir Akureyrarbæ 2016-2017

Málsnúmer 2016040124Vakta málsnúmer

Kynnt útboðsgögn vegna verksins "Smáverk fyrir Akureyrarbæ 2016-2017".

Jónas Vigfússon forstöðumaður Umhverfismiðstöðvar mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð samþykkir að fara í útboð á smáverkum til tveggja ára.
Hermann Ingi Arason V-lista vék af fundi kl. 10:28.

5.Steinefni fyrir malbik 2016-2017

Málsnúmer 2016040123Vakta málsnúmer

Kynnt útboðsgögn vegna verksins " Steinefni fyrir malbik 2016-2017.

Jónas Karleson verkfræðingur hjá Verkís mætti á fundinn undir þessum lið.
Framkvæmdaráð þakkar Jónasi fyrir komuna á fundinn og felur bæjartæknifræði að klára útboðsgögnin í samræmi við umræður á fundinum.

6.Drottningarbrautareitur - gatnagerð og lagnir

Málsnúmer 2016040154Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður opnunar tilboðs þann 20. apríl 2016 vegna verksins.
Framkvæmdaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Finn ehf að upphæð kr. 48.962.000. Hluti framkvæmdadeildar í verkinu er kr. 23.796.000.

Kostnaðaráætlun er kr. 54.115.550.

7.Önnur mál í framkvæmdaráði 2016

Málsnúmer 2016010009Vakta málsnúmer

Ingibjörg Ólöf Isaksen óskar eftir sundurliðuðum heildarkostnaði á Drottningarbrautarstíg.

Umræður urðu um tíðar bilanir á svifryksmælunum og hvernig þau mál standa. Mælarnir eru báðir bilaðir og er Umhverfisstofnun sem eigandi að skoða hvort gera eigi við þá.

Umræður um bókun hverfisráðs Grímseyjar um ástand gámasvæðis. Bæjartæknifræðingur upplýsti fundinn um að farið verði í framkvæmdir sem fyrirhugaðar voru á síðasta ári og komust ekki til framkvæmda.

Einnig var upplýst um íbúafund um nýtt leiðakerfi strætó sem halda á 2. maí nk. í Hofi.

Sæbjörg Sylvía vekur athygli á snjómokstri og upphitun kirkjutrappanna sem er í ólestri. Einnig telur hún ótækt að almenningssalernin undir kirkjutröppunum séu lokuð og að finna þurfi lausn á salernismálum ferðamanna.

Fundi slitið - kl. 11:56.