Snjómokstur og hálkuvarnir 2015-2018

Málsnúmer 2015100044

Vakta málsnúmer

Framkvæmdaráð - 317. fundur - 16.10.2015

Farið yfir tilboð vegna snjómoksturs og hálkuvarna og vinnureglur um þjónustustig.
Framkvæmdaráð samþykkir að ganga til samninga við eftirtalda bjóðendur sem buðu lægstu verðin, með fyrirvara um að allar kröfur útboðsins séu uppfylltar.
Tilboð bárust í alla flokkana 14, alls 76 talsins, flest tilboð í flokkinn vörubifreið til snjóflutnings eða 16 talsins. Tilboð bárust frá 16 verktökum. Verkfræðistofan Mannvit hefur yfir farið tilboðin og leiðrétt.

Skútaberg ehf. /Árni Helgason ehf. í eftirfarandi flokkum:
Veghefill með framdrifi, veghefill án framdrifs, hjólaskófla stór, hjólaskófla lítil, dráttarvél með snjóblásara og vörubifreið snjóruðningur.

Ingás ehf. í eftirfarandi flokkum:
Dráttarvél lítil (stígamokstur) og dráttarvél með snjóblásara.

Vélaleiga HB ehf. í eftirfarandi flokki:
Hjólaskófla lítil.

Túnþökusala Kristins ehf. í eftirfarandi flokkum:
Traktorsgrafa, dráttarvél með vagni (snjóflutningur) og birgðabíll.

Finnur ehf. í eftirfarandi flokkum:
Hjólaskófla lítil, hjólaskófla minni, traktorsgrafa, dráttarvél stór, dráttarvél með snjóblásara, smávél traktor, smávél bobcat (eða sambærilegar vélar) og dráttarvél með vagni (snjóflutningur).

Viðar Pálmason í eftirfarandi flokki:
Hjólaskófla minni.

Rekverk ehf. í eftirfarandi flokki:
Hjólaskófla minni.

Malbikun KM ehf. í eftirfarandi flokkum:
Traktorsgrafa, smávél bobcat (eða sambærilegar vélar).

G.Hjálmarson hf. í eftirfarandi flokki:
Vörubifreið (snjóflutningur).

Bæjarráð - 3491. fundur - 21.01.2016

Umræður um snjómokstur í kringum skóla bæjarins.
Bæjarstjóri greindi frá því að umræður um snjómokstur verða í framkvæmdaráði á morgun þar sem snjómokstur við skóla verður einnig ræddur með það að leiðarljósi að öryggi barna verði haft í fyrirrúmi.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 30. fundur - 13.04.2018

Lagt fram minnisblað dagsett 10. apríl 2018 vegna ákvæðis um framlenginu gildandi samninga um eitt ár.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að framlengja gildandi samninga um eitt ár.