Fræðsluráð

37. fundur 21. september 2020 kl. 13:30 - 15:30 Fjarfundur
Nefndarmenn
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
 • Þorlákur Axel Jónsson
 • Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir
 • Rósa Njálsdóttir
 • Þórhallur Harðarson
 • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
 • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
 • Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi skólastjóra
 • Atli Þór Ragnarsson fulltrúi foreldra leikskólabarna
 • Erla Rán Kjartansdóttir varamaður grunnskólakennara
 • Hafdís Ólafsdóttir fulltrúi leikskólakennara
 • Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs
 • Inda Björk Gunnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra
 • Jóhann Gunnarsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Erna Rós Ingvarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá

1.Lundarskóli - A-álma - LUSK

Málsnúmer 2020060448Vakta málsnúmer

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Andrea Sif Hilmarsdóttir verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið og kynntu teikningar af A-álmu Lundarskóla.

2.GLSK - Glerárskóli - endurbætur á anddyri, A og C álmu

Málsnúmer 2020090038Vakta málsnúmer

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs og Andrea Sif Hilmarsdóttir verkefnastjóri nýframkvæmda sátu fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir vinnu við endurbætur á Glerárskóla.
Hildur Lilja Jónsdóttir fulltrúi ungmennaráðs kom til fundar kl. 14:40.

3.Skólaakstur úr Innbænum

Málsnúmer 2020090428Vakta málsnúmer

Erindi frá fulltrúa foreldra grunnskólabarna í Innbænum þar sem óskað er eftir að ákvörðun um að leggja af skólaakstur úr Innbænum verði tekin til endurskoðunar.
Fræðsluráð staðfestir þá ákvörðun sem tekin var við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 að leggja af skólaakstur úr Innbænum frá og með haustinu 2020.

Áætlun Strætisvagna Akureyrar miðast við upphaf skólastarfs í Nausta- og Brekkuskóla og því eiga öll börn kost á skólaakstri sem búa í Innbænum. Öryggi barna er tryggt svo sem kostur er á gönguleiðum í og úr skóla þar sem gangstéttir eru meðfram öllum götum á leiðinni. Auk þess er gönguleiðin á svæði þar sem hámarkshraði er 30 km. Fræðsluráð leggur jafnframt áherslu á áframhaldandi samráð við umhverfis- og mannvirkjasvið varðandi snjómokstur og almenningssamgöngur í því skyni að tryggja öryggi skólabarna allt árið.

Fundi slitið - kl. 15:30.