Skólaakstur úr Innbænum

Málsnúmer 2020090428

Vakta málsnúmer

Fræðsluráð - 37. fundur - 21.09.2020

Erindi frá fulltrúa foreldra grunnskólabarna í Innbænum þar sem óskað er eftir að ákvörðun um að leggja af skólaakstur úr Innbænum verði tekin til endurskoðunar.
Fræðsluráð staðfestir þá ákvörðun sem tekin var við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 að leggja af skólaakstur úr Innbænum frá og með haustinu 2020.

Áætlun Strætisvagna Akureyrar miðast við upphaf skólastarfs í Nausta- og Brekkuskóla og því eiga öll börn kost á skólaakstri sem búa í Innbænum. Öryggi barna er tryggt svo sem kostur er á gönguleiðum í og úr skóla þar sem gangstéttir eru meðfram öllum götum á leiðinni. Auk þess er gönguleiðin á svæði þar sem hámarkshraði er 30 km. Fræðsluráð leggur jafnframt áherslu á áframhaldandi samráð við umhverfis- og mannvirkjasvið varðandi snjómokstur og almenningssamgöngur í því skyni að tryggja öryggi skólabarna allt árið.