Fræðsluráð

20. fundur 15. október 2018 kl. 13:30 - 14:29 Fundarsalur 1. hæð Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Hildur Betty Kristjánsdóttir
  • Marsilía Dröfn Sigurðardóttir
  • Rósa Njálsdóttir
  • Þuríður Sólveig Árnadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Árni Konráð Bjarnason forstöðumaður rekstrardeildar
Fundargerð ritaði: Karl Frímannsson sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Marsilía Dröfn Sigurðardóttir D-lista mætti í forföllum Þórhalls Harðarsonar.
Ellý Dröfn Kristjánsdóttir fulltrúi leikskólakennara boðaði forföll.
Jörundur Guðni Sigurbjörnsson fulltrúi ungmennaráðs boðaði forföll.

1.Fjárhagsáætlun fræðslusviðs 2020-2022

Málsnúmer 2018060289Vakta málsnúmer

Árni K. Bjarnason forstöðumaður rekstrar lagði fram til kynningar áætlun um breytingar á rekstri málaflokks fræðslumála fyrir 2020-2022 vegna framkvæmda.
Erindinu vísað til umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar til frekari vinnslu við fjárhagsáætlanagerð 2020-2022.

2.Þriggja mánaða skýrsla - fræðslusvið

Málsnúmer 2018100120Vakta málsnúmer

Yfirlit um þróun yfirvinnu á fræðslusviði frá 2013-2018 lagt fram til kynningar.

3.Starfsáætlanir grunnskóla 2018-2019

Málsnúmer 2018100122Vakta málsnúmer

Starfsáætlanir grunnskóla Akureyrar fyrir skólaárið 2018-2019 sem höfðu borist fyrir fundinn voru lagðar fram til umræðu.

Í 29. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir: ,,Starfsáætlun skóla skal árlega lögð fyrir skólanefnd til staðfestingar sem staðfestir gildistöku hennar þegar ljóst er að hún hafi verið unnin í samræmi við lög, reglugerðir, aðalnámskrá, kjarasamninga og ákvarðanir sveitarstjórnar um fyrirkomulag skólahalds."
Afgreiðslu frestað þar til áætlanir allra skóla liggja fyrir.

4.Leikskólar - starfsáætlanir 2014-2020

Málsnúmer 2018040329Vakta málsnúmer

Starfsáætlanir leikskóla Akureyrar fyrir skólaárið 2018-2019 sem borist höfðu fyrir fundinn voru lagðar fram til umræðu.

Í 14. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008 segir um skólanámskrá og starfsáætlun: „Í hverjum leikskóla skal gefa út skólanámskrá og er leikskólastjóri ábyrgur fyrir gerð hennar. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá leikskóla og felur í sér uppeldis- og námsáætlun leikskóla þar sem markmið eru sett og skilgreindar leiðir að þeim markmiðum. Skólanámskrá tekur mið af sérstöðu skóla og skólastefnu viðkomandi sveitarfélags. Skólanámskrá skal endurskoða reglulega.

Leikskólastjóri gefur árlega út sérstaka starfsáætlun. Í starfsáætlun er gerð grein fyrir árlegri starfsemi leikskóla, svo sem skóladagatali og öðru því sem varðar starfsemi leikskólans.

Skólanámskrá og starfsáætlun skulu staðfestar af nefnd skv. 2. mgr. 4. gr., að fenginni umsögn foreldraráðs og skulu þær kynntar foreldrum."
Afgreiðslu frestað þar til öll gögn liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 14:29.