Fræðsluráð

3. fundur 06. febrúar 2017 kl. 13:30 - 15:50 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Anna Rósa Magnúsdóttir
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Fundargerð ritaði: Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs
Dagskrá
Anna Rósa Magnúsdóttir D-lista sat fundinn í forföllum Baldvins Valdemarssonar.
Í upphafi fundar sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á fræðslusviði frá því að í dag er dagur leikskólanna. Dagurinn er nú haldinn hátíðlegur í áttunda sinn.
Fulltrúar leikskólastjóra og leikskólakennara á fundinum sögðu í stuttu máli frá verkefnum sem unnin eru á leikskólum í tilefni dagsins.

1.Ytra mat í grunnskólum 2016

Málsnúmer 2017010569Vakta málsnúmer

Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri Brekkuskóla kynnti niðurstöður ytra mats mennta- og menningarmálaráðuneytis á starfsemi skólans sem fram fór haustið 2015.
Fræðsluráð þakkar Jóhönnu kærlega fyrir kynninguna og bendir á að úttektin í heild sinni er á heimasíðu Brekkuskóla.
Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla mætti til fundar kl. 13:55.

2.Ytra mat í grunnskólum 2016

Málsnúmer 2017010569Vakta málsnúmer

Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri Oddeyrarskóla kynnti niðurstöður ytra mats mennta- og menningarmálaráðuneytis á starfsemi skólans sem fram fór haustið 2015.

Fræðsluráð þakkar Kristínu kærlega fyrir kynninguna og bendir á að úttektin í heild sinni er á heimasíðu Oddeyrarskóla.
Kristín vék af fundi kl. 14:45.

3.Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda

Málsnúmer 2017010572Vakta málsnúmer

Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda hefur skilað skýrslu. Skýrslan var lögð fram til kynningar að beiðni samstarfsráðsins.

4.Samstarfshópur um framtíðarsýn fyrir skólastarf á Glerárskólareit

Málsnúmer 2017010573Vakta málsnúmer

Breytingar hafa orðið á hópnum sem formlega var settur á laggirnar í febrúar 2015.

Í stað Bjarka Ármanns Oddssonar fyrrverandi formanns skólanefndar kemur Dagbjört Elín Pálsdóttir núverandi formaður fræðsluráðs.

Samstarfshópurinn er því þannig skipaður:

Dagbjört Elín Pálsdóttir fulltrúi S-lista og formaður fræðsluráðs

Preben Jón Pétursson fulltrúi Æ-lista

Soffía Vagnsdóttir sviðsstjóri fræðslusviðs

Fulltrúi umhverfis- og mannvirkjasviðs.



Hrafnhildur Sigurðardóttir leikskólafulltrúi og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri, starfsmenn á fræðslusviði eru starfsmenn hópsins.

5.Rekstur mötuneyta leik- og grunnskóla 2016

Málsnúmer 2017020006Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstarstjóri á fræðslusviði fór yfir rekstur skólamötuneyta leik- og grunnskóla árið 2016.

6.Kjarasamningar grunnskólakennara

Málsnúmer 2017010147Vakta málsnúmer

Lagt er til að ráðinn verði verkefnisstjóri til að stýra framkvæmd og úrvinnslu vegna bókunar í kjarasamningi kennara.
Fræðsluráð samþykkir ráðningu verkefnisstjóra og felur sviðsstjóra fræðslusviðs frekari úrvinnslu á málinu.

Fundi slitið - kl. 15:50.