Fræðslunefnd

4. fundur 22. nóvember 2011 kl. 14:00 - 14:45 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir
  • Friðný Sigurðardóttir
  • Tómas Björn Hauksson
Starfsmenn
  • Halla Margrét Tryggvadóttir
  • Ingunn Helga Bjarnadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Fræðslunefnd - fulltrúi sérmenntaðra starfsmanna á tækni- og umhverfissviði

Málsnúmer 2011100078Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf Leifs Þorsteinssonar dags. 19. október 2011, þar sem Leifur óskar eftir að hætta sem fulltrúi sérmenntaðra starfsmanna á tækni- og umhverfissviði í fræðslunefnd. Eitt af aðalhlutverkum fræðslunefndar er að úthluta úr Námsleyfasjóði sérmenntaðra starfsmanna og þar sem bæjarráð hefur ákveðið að ekki verði sett fjármagn í sjóðinn á árinu 2012 telur Leifur ástæðu fyrir setu sinni í nefndinni brostna.

Fræðslunefnd fer fram á við stjórnsýslunefnd að tilnefna fulltrúa Fasteigna Akureyrarbæjar, skipulagsdeildar og framkvæmdadeildar (áður tækni- og umhverfissvið) í fræðslunefnd í stað Leifs Þorsteinssonar.

Fræðslunefnd þakkar Leifi farsæl störf á undanförnum árum í þágu fræðslunefndar.

Formanni fræðslunefndar er falið að senda erindi til kjarasamninganefndar varðandi fjármagn í Námsleyfasjóð sérmenntaðra starfsmanna á árinu 2013.

2.Námsstyrkjasjóður embættismanna - umsóknir nóvember 2011

Málsnúmer 2011110023Vakta málsnúmer

Yfirferð umsókna í Námsstyrkjasjóð embættismanna.

Fræðslunefnd frestar afgreiðslu og felur formanni nefndarinnar að senda bréf til umsækjenda þar sem aflað er frekari upplýsinga og þeir m.a. beðnir um að taka afstöðu til lengdar námsleyfis.

Fundi slitið - kl. 14:45.