Fræðslunefnd - fulltrúi sérmenntaðra starfsmanna á tækni- og umhverfissviði

Málsnúmer 2011100078

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 4. fundur - 22.11.2011

Tekið var fyrir bréf Leifs Þorsteinssonar dags. 19. október 2011, þar sem Leifur óskar eftir að hætta sem fulltrúi sérmenntaðra starfsmanna á tækni- og umhverfissviði í fræðslunefnd. Eitt af aðalhlutverkum fræðslunefndar er að úthluta úr Námsleyfasjóði sérmenntaðra starfsmanna og þar sem bæjarráð hefur ákveðið að ekki verði sett fjármagn í sjóðinn á árinu 2012 telur Leifur ástæðu fyrir setu sinni í nefndinni brostna.

Fræðslunefnd fer fram á við stjórnsýslunefnd að tilnefna fulltrúa Fasteigna Akureyrarbæjar, skipulagsdeildar og framkvæmdadeildar (áður tækni- og umhverfissvið) í fræðslunefnd í stað Leifs Þorsteinssonar.

Fræðslunefnd þakkar Leifi farsæl störf á undanförnum árum í þágu fræðslunefndar.

Formanni fræðslunefndar er falið að senda erindi til kjarasamninganefndar varðandi fjármagn í Námsleyfasjóð sérmenntaðra starfsmanna á árinu 2013.

Stjórnsýslunefnd - 7. fundur - 16.12.2011

Stjórnsýslunefnd hefur borist erindi frá Leifi Þorsteinssyni þar sem hann óskar eftir að hætta setu í fræðslunefnd sem fulltrúi sérmenntaðra starfsmanna á tækni- og umhverfissviði vegna ákvörðunar bæjarráðs um að leggja ekki námsleyfasjóði sérmenntaðra starfsmanna til fjármagn á árinu 2012.

Stjórnsýslunefnd tilnefnir Tómas Björn Hauksson sem aðalmann í fræðslunefnd í stað Leifs Þorsteinssonar og Ólaf Jakobsson sem varamann.

Fræðslunefnd - 2. fundur - 17.09.2012

Gunnar Gíslason aðalmaður í fræðslunefnd er í námsleyfi veturinn 2012-2013. Helga Hauksdóttir varamaður hans tekur hans sæti. Skipa þarf varamann fyrir Helgu. Guðrún Guðmundsdóttir varamaður Friðnýjar Sigurðardóttur er einnig að fara í ársleyfi. Skipa þarf nýjan varamann fyrir Friðnýju.

Fræðslunefnd óskar eftir því að bæjarráð skipi varamann (starfsmann á skóladeild) fyrir Helgu Hauksdóttur á meðan Gunnar Gíslason er í námsleyfi. Þá óskar fræðslunefnd eftir því að bæjarráð skipi varamann (starfsmann frá búsetudeild, fjölskyldudeild, Öldrunarheimili Akureyrar eða heilsugæslu) fyrir Friðnýju Sigurðardóttur á meðan Guðrún Guðmundsdóttir er í leyfi. Með vísan til kynjahlutfalls óskar fræðslunefnd eftir því að skipaðir verði karlmenn.

Bæjarráð - 3334. fundur - 04.10.2012

3. liður í fundargerð fræðslunefndar dags. 17. september 2012:
Gunnar Gíslason aðalmaður í fræðslunefnd er í námsleyfi veturinn 2012-2013. Helga Hauksdóttir varamaður hans tekur hans sæti. Skipa þarf varamann fyrir Helgu. Guðrún Guðmundsdóttir varamaður Friðnýjar Sigurðardóttur er einnig að fara í ársleyfi. Skipa þarf nýjan varamann fyrir Friðnýju.
Fræðslunefnd óskar eftir því að bæjarráð skipi varamann (starfsmann á skóladeild) fyrir Helgu Hauksdóttur á meðan Gunnar Gíslason er í námsleyfi. Þá óskar fræðslunefnd eftir því að bæjarráð skipi varamann (starfsmann frá búsetudeild, fjölskyldudeild, Öldrunarheimili Akureyrar eða heilsugæslu) fyrir Friðnýju Sigurðardóttur á meðan Guðrún Guðmundsdóttir er í leyfi. Með vísan til kynjahlutfalls óskar fræðslunefnd eftir því að skipaðir verði karlmenn.

Bæjarráð skipar Árna Konráð Bjarnason rekstrarstjóra á skóladeild sem varamann fyrir Helgu Hauksdóttur á meðan Gunnar Gíslason er í námsleyfi og Kristinn Má Torfason forstöðumann í Þrastarlundi sem varamann fyrir Friðnýju Sigurðardóttur á meðan Guðrún Guðmundsdóttir er í leyfi.