Fræðslunefnd

1. fundur 04. mars 2011 kl. 10:00 - 10:15 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir formaður
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir
  • Friðný Sigurðardóttir
  • Leifur Kristján Þorsteinsson
  • Gunnar Gíslason
Starfsmenn
  • Ingunn Helga Bjarnadóttir fundarritari
Dagskrá

1.Staða námsstyrkjasjóðanna

Málsnúmer 2010120025Vakta málsnúmer

Fjallað um skipun tveggja nefnda, að beiðni bæjarstjóra, annars vegar til að ræða um námsstyrkjasjóð embættismanna og hins vegar námsstyrkjasjóð sérmenntaðra starfsmanna.
Nefnd um fjármögnun námsstyrkjasjóðs embættismanna fundar með bæjarstjóra, en nefnd um fjármögnun námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna með kjarasamninganefnd.

Skipað var í tvær nefndir:

Nefnd um fjármögnun námsstyrkjasjóðs embættismanna skipa Inga Þöll Þórgnýsdóttir, Katrín Björg Ríkarðsdóttir og Gunnar Gíslason.

Nefnd um fjármögnun námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna skipa Friðný Sigurðardóttir, Leifur Kristján Þorsteinsson og Hrafnhildur Sigurðardóttir.

Fundi slitið - kl. 10:15.